Vertu memm

Uppskriftir

Bouillabaisse uppskrift – Frönsk fiskisúpa

Birting:

þann

Frönsk fiskisúpa - Bouillabaisse uppskrift

Hægt er að bæta við ferskum krækling og öðrum skelfisk

Fyrir 10 persónur.

Hráefni

1.25 kg fiskibein (skötuselur, lúða, karfi)
75 gr gulrætur
75 gr laukur
75 gr sellery
75 gr blaðlaukur
30 gr hvítlaukur
25 gr steinselja
100 gr þroskaðir tómata
25 gr tómat mauk
0.25 dl ólifuolía
15 gr salt og pipar
2,5 gr cayennapipar
5 gr safran
12,5 gr fennel
12,5 gr rósmarin
12,5 gr timian
5 L vatn

Aðferð

Svitið fiskibeinin og grænmetið í olíunni, bætið þá kryddinu. þá vatninu og tómat maukinu og sjóðið við vægan hita í 30-40 mín.

Sigtið síðan súpuna og pressið vel úr beinunum. Athugið þar sem krydd er afar mismunandi er oft betra að krydda eftir smekk og nota málin til viðmiðunar.

Þegar súpan er framreidd er soðið í henni stykki að lúðu, skötusel og karfa humar, hörpuskel, löngu og öðrum fisk sem finnst nýr hverju sinni.

Raðið fisknum þannig í pottinn að sá fiskur sem þolir mestu suðuna sé neðstur og síðan koll af kolli, sjóðið með steinselju, tómatbátum og lauk í 15 mín.

Framreitt með brauðsnittu og Aioli.

Uppskrift frá Grillinu á Hótel Sögu

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið