Uppskriftir
Bouillabaisse uppskrift – Frönsk fiskisúpa
Fyrir 10 persónur.
Hráefni
1.25 kg fiskibein (skötuselur, lúða, karfi)
75 gr gulrætur
75 gr laukur
75 gr sellery
75 gr blaðlaukur
30 gr hvítlaukur
25 gr steinselja
100 gr þroskaðir tómata
25 gr tómat mauk
0.25 dl ólifuolía
15 gr salt og pipar
2,5 gr cayennapipar
5 gr safran
12,5 gr fennel
12,5 gr rósmarin
12,5 gr timian
5 L vatn
Aðferð
Svitið fiskibeinin og grænmetið í olíunni, bætið þá kryddinu. þá vatninu og tómat maukinu og sjóðið við vægan hita í 30-40 mín.
Sigtið síðan súpuna og pressið vel úr beinunum. Athugið þar sem krydd er afar mismunandi er oft betra að krydda eftir smekk og nota málin til viðmiðunar.
Þegar súpan er framreidd er soðið í henni stykki að lúðu, skötusel og karfa humar, hörpuskel, löngu og öðrum fisk sem finnst nýr hverju sinni.
Raðið fisknum þannig í pottinn að sá fiskur sem þolir mestu suðuna sé neðstur og síðan koll af kolli, sjóðið með steinselju, tómatbátum og lauk í 15 mín.
Framreitt með brauðsnittu og Aioli.
Uppskrift frá Grillinu á Hótel Sögu
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn3 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar






