Markaðurinn
Bollur með Crème brulee rjóma og karamellu – Þú verður að prófa þessa
Fjöldi: 12-15 (fer eftir stærð)
Eldunartími 25 mín.
Innihald
240 ml vatn
115 g smjör
1 msk sykur
½ tsk salt
120 g hveiti
4 stk. egg
Aðferð
- Setjið vatn í pott yfir meðal háum hita og látið suðu koma upp.
- Setjið smjör, sykur og salt saman við og hrærið þar til smjörið hefur náð að bráðna saman við vatnið.
- Setjið hveitið saman við og hrærið stanslaust þar til deigið er orðið þykkt og sleppir hliðum pottsins.
- Slökkvið undir pottinum, bætið einu eggi saman við í einu og hrærið vel á milli.
- Setjið deigið í sprautupoka með þeim stút sem þið viljið. T.d. 1M, rósastút eða klippið 1 cm gat fremst á sprautupoka.
- Setjið smjörpappír á bökunarplötu og sprautið deiginu í litla jafna hringi. Hver hringur þarf ekki mikið deig þar sem deigið lyfta sér vel í ofninum.
- Bakið við 200 gráðu hita í 10 mínútur, lækkið þá ofninn niður í 170 gráður og bakið í 15 mínútur.
- Látið hringina kólna áður en þið skerið þá í sundur og setjið á þær.
Fylling
500 ml rjómi
350 g crème burlee skyr
2 msk flórsykur
1 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
Kanilsykur
Toppur
Flórsykur
Karamella
Aðferð
- Þeytið rjómann þar til hann stendur, passið ykkur þó að þeyta hann ekki of mikið.
- Blandið skyrinu saman við ásamt kanil, vanilludropum og flórsykri og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.
- Setjið rjómablönduna í sprautupoka og sprautið fallega á hverja bollu fyrir sig, eða setjið 2 msk á hverja bollu.
- Stráið kanilsykri yfir rjómablönduna og lokið bollunni.
- Stráið flórsykri yfir hverja bollu fyrir sig.
- Setjið tilbúna karamellusósu ofan á hverja bollu fyrir sig. Til eru allskonar karamellusósur tilbúnar sem gott er að nota ofan á bollurnar.
- Geymið bollurnar inni í ísskáp þar til þær eru bornar fram.
Hægt að sjá fleiri uppskriftir hér Bolludagur | Gott í matinn (gottimatinn.is)
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi