Frétt
Bók um undraheim sous vide gefin út sem að Viktor Örn leiðir
Í Stóru bókinni um sous vide leiðir verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson matgæðinga í allan sannleika um undraheim sous vide. Í áraraðir hafa bestu veitingahús heims reitt sig á tæknina af einföldum ástæðum; matreiðslan er auðveld en skilar engu að síður nákvæmni, hreinleika og bragðið nýtur sín í ystu æsar.
Í bókinni eru leyndarmál matreiðslumeistara afhjúpuð, allt frá hinni fullkomnu steik til crème brûlée á heimsmælikvarða. Hún er sniðin að þeim sem brenna af áhuga og metnaði fyrir matreiðslu og nú geta allir orðið meistarakokkar í eldhúsinu heima.
Viktor Örn Andrésson er margverðlaunaður matreiðslumaður sem hefur stundað sous vide eldamennsku til fjölda ára. Hann hefur starfað á Michelin-stöðum, verið valinn matreiðslumaður Íslands og Norðurlanda og árið 2017 hafnaði hann í þriðja sæti í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d’Or.
Smelltu hér til að sjá fréttayfirlit um Viktor Örn Andrésson.
Forsölutilboð á bókinni er hægt að nálgast á heimasíðu bókaútgáfunnar Sölku hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi