Frétt
Bók um undraheim sous vide gefin út sem að Viktor Örn leiðir
Í Stóru bókinni um sous vide leiðir verðlaunakokkurinn Viktor Örn Andrésson matgæðinga í allan sannleika um undraheim sous vide. Í áraraðir hafa bestu veitingahús heims reitt sig á tæknina af einföldum ástæðum; matreiðslan er auðveld en skilar engu að síður nákvæmni, hreinleika og bragðið nýtur sín í ystu æsar.
Í bókinni eru leyndarmál matreiðslumeistara afhjúpuð, allt frá hinni fullkomnu steik til crème brûlée á heimsmælikvarða. Hún er sniðin að þeim sem brenna af áhuga og metnaði fyrir matreiðslu og nú geta allir orðið meistarakokkar í eldhúsinu heima.
Viktor Örn Andrésson er margverðlaunaður matreiðslumaður sem hefur stundað sous vide eldamennsku til fjölda ára. Hann hefur starfað á Michelin-stöðum, verið valinn matreiðslumaður Íslands og Norðurlanda og árið 2017 hafnaði hann í þriðja sæti í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d’Or.
Smelltu hér til að sjá fréttayfirlit um Viktor Örn Andrésson.
Forsölutilboð á bókinni er hægt að nálgast á heimasíðu bókaútgáfunnar Sölku hér.
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu






