Bocuse d´Or
Bocuse d´Or kynningarmyndbandið
Bocuse d´Or heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu verður haldin í Lyon í Frakklandi dagana 29. – 30. janúar 2019.
Skrunið niður til að horfa á myndbandið.
Bjarni Siguróli fulltrúi Íslands
Bjarni Siguróli Jakobsson keppir fyrir hönd Íslands í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Lyon 29. – 30. janúar.
Þar munu fulltrúar 24 þjóðir keppa. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið forkeppni í sinni heimsálfu.
Bjarni Siguróli, sem vann keppnina Kokkur Ársins 2012 og náið öðru sæti í keppninni matreiðslumaður Norðurlanda 2013 hefur staðið í undirbúningi mánuðum saman og rúmt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum hefur verið sent til Lyon.
Þjálfari Bjarna er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmaður er Ísak Darri Þorsteinsson.
Bjarni sjötti í eldhúsið
Bjarni er sjötti keppendinn í eldhúsið í Lyon, á morgun þriðjudaginn 29. janúar kl. 09:00 að staðartíma.
Forréttur Bjarna verður borinn á borð fyrir dómnefndina kl. 14:00 og kjötrétturinn kl. 14:35. Hvert þátttökuland á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og mun Sturla Birgisson dæma fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.
Seinni part miðvikudagsins 30. janúar munu úrslitin liggja fyrir. Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

F.v. Viktor Örn Andrésson, Ísak Darri Þorsteinsson, Sturla Birgisson og Bjarni Siguróli Jakobsson.
Mynd: aðsend / Þráinn Freyr Vigfússon
Góður árangur Íslenskra keppenda í Bocuse d´Or
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
Fjöldi Íslendinga mun fylgja Bjarna til Lyon og hvetja hann til dáða! Hægt verður að fylgjast með keppninni á vefsíðu hennar og hér á veitingageirinn.is.
Kynningarmyndbandið
Virkilega flott kynningarmyndband sem kynnir keppendur og Ísland.
Hráefnið sem keppt verður með
- Grænmetis “chartreus” fyllt með 4 tegundum af stúfuðum skelfisk; ostru, kúfskel, hörpuskel og bláskel. Tertan þarf að vera 50% grænmeti að lágmarki.
Þetta verkefni er til heiðurs Joel Robuchon sem var frægur fyrir að gera nútímlegar útgáfur af klassískum réttum og það er einmitt það sem stjórnendur keppninnar biðja keppendur um að útfæra.
- Kálfahryggur sem þarf að vera ofnbakaður, heill (roasted whole in one piece) og borinn fram á beininu, stöffaður með kálfainnyflum s.s. brisi, lifur, nýru, görnum, löppum.
Þessi réttur er dæmigerður Paul Bocuse réttur og því til heiðurs honum, en hann lést 20. janúar 2018 þá 91. árs að aldri.
Löndin sem keppa

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð