Bocuse d´Or
Bocuse d´Or: hver verður þjálfari og aðstoðarmenn Sigurðar?
Evrópuforkeppni Bocuse d´Or matreiðslukeppninnar verður haldin í Tallinn Eistlandi júní 2020, en Bocuse d´Or er oft líkt við heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu.
Sjá fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Sigurður Laufdal yfirmatreiðslumaður á Grillinu, Hótel Sögu
Eins og fram hefur komið, þá keppir Sigurður fyrir hönd Íslands í evrópuforkeppni í virtustu matreiðslukeppni heims, Bocuse d´Or, sem haldin verður í Tallinn júní 2020. Þar munu fulltrúar 20 evrópuþjóða keppa um 12 sæti í aðalkeppninni í Lyon í Frakklandi í janúar 2021. Tuttugu og fjórar þjóðir fá keppnisrétt í Lyon eftir að hafa unnið forkeppni í sinni heimsálfu.
Sigurður sigraði í keppninni Kokkur Ársins 2011, fjórða sætið í Bocuse d´Or Europe 2012 og fékk verðlaun fyrir besta fiskréttinn og landaði svo 8. sætinu í lokakeppninni í Lyon 2013. Sigurður hefur starfsað á mörgum af flottustu veitingastöðum norðurlanda, t.a.m. Geranium sem skartar 3 Michelin stjörnum.
Þjálfari og aðstoðarmenn
Þjálfari Sigurðar er Viktor Örn Andrésson, bronshafi og Bocuse d´Or keppandi 2017, og aðstoðarmenn eru Gabríel Bjarnason og Sigþór Kristinsson.
Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d´Or
Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.
Fylgist með á facebook: Bocuse d´Or akademía Íslands.
Mynd: Karl Petersen

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun