Bocuse d´Or
Bocuse d´Or: Allt komið á fullt – Úrslit verða kynnt í dag
![Bocuse d´Or 2017](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/01/iceland-1200-1024x643.jpg)
Sigurður Helgason þjálfari, Hinrik Örn Lárusson aðstoðarmaður, Viktor Örn Andrésson Bocuse d´Or 2017 og Sturla Birgisson dómari.
Mynd: sirha.com
Viktor Örn Andrésson sem keppir fyrir hönd Íslands í Bocuse d´Or byrjaði að keppa í morgun og honum til aðstoðar er Hinrik Örn Lárusson.
Hægt er að fylgjast vel með í beinni útsendingu hér, en Viktor skilar fiskréttinum klukkan 12:50 og kjötréttinum klukkan 13:25.
Úrslitin verða síðan kynnt við hátíðlega athöfn í dag klukkan 17:00 á íslenskum tíma.
Meðfylgjandi myndir eru frá því í morgun, Viktor og Hinrik með allt á hreinu enda búnir að æfa í marga mánuði og ekki má gleyma stuðningsmannasveitinni, en hún lét heyra vel í sér þegar kynnarnir kynntu íslenska liðið.
![Bocuse d´Or 2017](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2017/01/bocusedor-utsending-2017-9.jpg)
Sigurður Helgason þjálfari í viðtali og Sturla Birgisson dómari (lengst til vinstri) fylgist vel með
Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og verið haldin síðan 1987 og komast færri þjóðir að enn vilja. 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu og fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Í ár fer keppnin fram dagana 24. og 25. janúar 2017 samhliða Sirha sýningunni í Lyon í Frakklandi.
Myndir: Skjáskot úr beinu útsendingunni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný