Bocuse d´Or
Bocuse d´Or: Allt komið á fullt – Úrslit verða kynnt í dag
Viktor Örn Andrésson sem keppir fyrir hönd Íslands í Bocuse d´Or byrjaði að keppa í morgun og honum til aðstoðar er Hinrik Örn Lárusson.
Hægt er að fylgjast vel með í beinni útsendingu hér, en Viktor skilar fiskréttinum klukkan 12:50 og kjötréttinum klukkan 13:25.
Úrslitin verða síðan kynnt við hátíðlega athöfn í dag klukkan 17:00 á íslenskum tíma.
Meðfylgjandi myndir eru frá því í morgun, Viktor og Hinrik með allt á hreinu enda búnir að æfa í marga mánuði og ekki má gleyma stuðningsmannasveitinni, en hún lét heyra vel í sér þegar kynnarnir kynntu íslenska liðið.
Bocuse d’Or er allra virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum og verið haldin síðan 1987 og komast færri þjóðir að enn vilja. 24 þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa sigrað forkeppni úr sinni heimsálfu og fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Í ár fer keppnin fram dagana 24. og 25. janúar 2017 samhliða Sirha sýningunni í Lyon í Frakklandi.
Myndir: Skjáskot úr beinu útsendingunni
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s