Frétt
Bjarkey Olsen gefur út aðgerðaáætlun matvælastefnu Íslands
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út aðgerðaáætlun matvælastefnu Íslands.
Matvælastefna til ársins 2040 var samþykkt á Alþingi í júní 2023 og er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.
Sértækar aðgerðaáætlanir á einstökum málefnasviðum eru:
Aðgerðaáætlun Lands og lífs – landgræðsluáætlunar og landsáætlunar í skógrækt 2022-2026
- Aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu (í vinnslu)
- Aðgerðaáætlun stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis (í vinnslu)
- Aðgerðaáætlun sjávarútvegsstefnu (í vinnslu)
Í áætluninni er einnig að finna fimm aðgerðir sem liggja þvert á aðrar undirstefnur og er vinna við þær hafin eða fyrir liggur ákvörðun um að ráðast í þá vinnu.
Aðgerðirnar eru að mestu eða öllu leyti fjármagnaðar og eru eftirfarandi:
- Söfnunarkerfi fyrir dýraleifar
- Stöðumat markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni
- Mótun aðgerða um neyðarbirgðahald á matvælum og nauðsynlegra aðfanga vegna matvælaframleiðslu
- Matvælaeftirlit verði samræmt
- Árangur af stuðningi Matvælasjóðs mældur
Aðgerðaáætlunin miðast við næstu fimm ár og verður endurskoðuð árlega og uppfærð ef þörf þykir. Aðgerðaáætlunin var í opnu samráði á Samráðsgátt stjórnvalda í febrúar 2024 og bárust alls 18 umsagnir sem tekin var hliðsjón af eins og unnt var. Umsagnir verða einnig hafðar til hliðsjónar við árlega yfirferð áætlunarinnar.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt hjá Ekrunni: Knorr Intense Flavours – sjáðu myndbandið