Frétt
Bjarkey Olsen gefur út aðgerðaáætlun matvælastefnu Íslands
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið út aðgerðaáætlun matvælastefnu Íslands.
Matvælastefna til ársins 2040 var samþykkt á Alþingi í júní 2023 og er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.
Sértækar aðgerðaáætlanir á einstökum málefnasviðum eru:
Aðgerðaáætlun Lands og lífs – landgræðsluáætlunar og landsáætlunar í skógrækt 2022-2026
- Aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu (í vinnslu)
- Aðgerðaáætlun stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis (í vinnslu)
- Aðgerðaáætlun sjávarútvegsstefnu (í vinnslu)
Í áætluninni er einnig að finna fimm aðgerðir sem liggja þvert á aðrar undirstefnur og er vinna við þær hafin eða fyrir liggur ákvörðun um að ráðast í þá vinnu.
Aðgerðirnar eru að mestu eða öllu leyti fjármagnaðar og eru eftirfarandi:
- Söfnunarkerfi fyrir dýraleifar
- Stöðumat markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni
- Mótun aðgerða um neyðarbirgðahald á matvælum og nauðsynlegra aðfanga vegna matvælaframleiðslu
- Matvælaeftirlit verði samræmt
- Árangur af stuðningi Matvælasjóðs mældur
Aðgerðaáætlunin miðast við næstu fimm ár og verður endurskoðuð árlega og uppfærð ef þörf þykir. Aðgerðaáætlunin var í opnu samráði á Samráðsgátt stjórnvalda í febrúar 2024 og bárust alls 18 umsagnir sem tekin var hliðsjón af eins og unnt var. Umsagnir verða einnig hafðar til hliðsjónar við árlega yfirferð áætlunarinnar.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum