Markaðurinn
Bedros Kabranian bakara- og konditormeistari með námskeið í Hótel- og matvælaskólanum
Bedros Kabranian bakara- og konditormeistari frá Svíþjóð kennir á tveggja daga námskeiði á vegum IÐUNNAR dagana 10. – 11. nóvember nk. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Námskeiðið er skipulagt sem sýnikennsla og verkefnavinna. Á námskeiðinu vinna þátttakendur deig og fyllingar með Bedros sem kynnir síðan ýmsar útfærslur og form af Croissant, Brioche og sætabrauði. Þátttakendur á námskeiðnu vinna nánar með þessar útfærslur og baka. Bedros gerir ráð fyrir virkri þátttöku í námskeiðinu þar sem verkefnin eru rædd og lausnir ræddar og útfærðar. Skipulagið verður með þeim hætti að á laugardeginum vinna þátttakendur deig og fyllingar og fl. Á sunnudeginum verður unnið með útfærslur af Croissant, Brioche og Viennoiserie og bakað.
Bedros Kabranian er yfirbakari hjá hjá Magnus Johansson Bageri og Konditori í Hammarby í Svíþjóð. Hann er „Masterclass“ kennari í Viennoiserie og er í landsliði bakara í Svíþjóð.
Nánar um Bedros má finna á heimasíðu hans hér.
Fullt er á námskeiðið, en hægt er að skrá sig á biðlista hér.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn1 dagur síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






