Markaðurinn
Bedros Kabranian bakara- og konditormeistari með námskeið í Hótel- og matvælaskólanum
Bedros Kabranian bakara- og konditormeistari frá Svíþjóð kennir á tveggja daga námskeiði á vegum IÐUNNAR dagana 10. – 11. nóvember nk. í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi.
Námskeiðið er skipulagt sem sýnikennsla og verkefnavinna. Á námskeiðinu vinna þátttakendur deig og fyllingar með Bedros sem kynnir síðan ýmsar útfærslur og form af Croissant, Brioche og sætabrauði. Þátttakendur á námskeiðnu vinna nánar með þessar útfærslur og baka. Bedros gerir ráð fyrir virkri þátttöku í námskeiðinu þar sem verkefnin eru rædd og lausnir ræddar og útfærðar. Skipulagið verður með þeim hætti að á laugardeginum vinna þátttakendur deig og fyllingar og fl. Á sunnudeginum verður unnið með útfærslur af Croissant, Brioche og Viennoiserie og bakað.
Bedros Kabranian er yfirbakari hjá hjá Magnus Johansson Bageri og Konditori í Hammarby í Svíþjóð. Hann er „Masterclass“ kennari í Viennoiserie og er í landsliði bakara í Svíþjóð.
Nánar um Bedros má finna á heimasíðu hans hér.
Fullt er á námskeiðið, en hægt er að skrá sig á biðlista hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann