Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Barone Ricasoli – Smakk

Birting:

þann

Nýlega var Marco Paier frá Barone Ricasoli staddur hér á landi og þann 1. september var mér boðið ásamt fleirum í smakk á helstu vínum þeirra.

Það fer ekki á milli mála að Barone Ricasoli er einn af betri vínframleiðendum í Toskana á Ítalíu og það var mikill heiður að fá að smakka öll vínin sem þau framleiða. Eins og svo margir framleiðendur á Ítalíu í dag eru mörg bestu vínin þeirra sett í IGT gæðaflokk, sem gerir þeim kleift að blanda hefðbundnum ítölskum vínþrúgum eins og Sangiovese og öðrum vínþrúgum eins og Merlot saman.

Hér fyrir neðan er mín lýsing og niðurstaða:

Torricella Chardonnay 2003
Toskana, Ítalía
I.G.T.
Verð: Ca. 1.847 kr.
Umboðsaðili: K.K.Karlsson

Lýsing:
Smjör, eik og vanilla voru áberandi í nefinu. Í bragðinu var melóna, ananas, vanilla, krydd og bananar. Eftirbragðið var langt og kryddað.

Niðurstaða:
Vínið var mun ferskara á bragðið en nefið gaf til kynna og kom virkilega á óvart. Skemmtilegt vín sem er tilbúið núna.

Formulæ 2002
Toskana, Ítalía
I.G.T.
Vinþrúga: Sangiovese
Verð: 1.290 kr.
Umboðsaðili: K.K.Karlsson

Lýsing:
Sveita og fjósa lykt voru áberandi í nefinu. Þurrt vín með sólberja sultu, villisveppa, pipar og sveita bragði. Meðallangt eftirbragð.

Niðurstaða:
Ágætis vín á góðu verði.

Campo Ceni 2002
Toskana, Ítalía
I.G.T.
Vínþrúga: Sangiovese
Verð: 1.518 kr.
Umboðsaðili: K.K.Karlsson

Lýsing:
Sætt sólberja sulta og krydd í nefinu. Þurrt og tannínríkt vín með pipar, sólberjum og sveppum í bragði. Meðallangt og tannínríkt eftirbragð.

Niðurstaða:
Nýjasta vínið frá Ricasoli og er mjög gott sérstakalega ef miðað er við hversu  afleitt árið 2002 var í Toskana.

Rocca Guicciarda Chianti Classico Reserva 2000
Toskana, Ítalía
D.O.C.G.
Vínþrúga: Sangiovese 80%
Verð: 1.587 kr.
Umboðsaðili: K.K.Karlsson

Lýsing:
Kanil, pipar og fjósa lykt í nefinu. Sæt brómber, vanilla, mjúkt tannín, pipar og krydd bragð. Eftirbragðið er langt og mjúkt.

Niðurstaða:
Mjög gott vín og miðað við að það kostar vel innan við 2000 kr. þá eru þetta frábær kaup. Tilbúið núna.

Brolio Chianti Classico 2003
Toskana, Ítalía
D.O.C.G.
Vínþrúga: Sangiovese
Verð: 1.790 kr.
Umboðsaðili: K.K.Karlsson

Lýsing:
Jarðvegur, hiti, sulta og krydd í nefinu. Krydd, pipar, tannín, vanillu og brómberja sultu bragð. Mjög kröftugt og kryddað eftirbragð.

Niðurstaða:
“Litli Bróðir” Castello di Brolio er ávalt með bestu kaupum í ríkinu í dag og þessi árgangur bregst ekki frekar en fyrri daginn!

Castello di Brolio 2000
Toskana, Ítalía
D.O.C.G.
Vínþrúgur: Sangiovese 90%, cabernet/merlot 10%
Verð: 3.342 kr.
Umboðsaðili: K.K.Karlsson
Auglýsingapláss

Lýsing:
Ennþá lokað í nefinu en það fannst smá jarðvegs og krydd lykt. Pipar, vanillu, sólberja og silkimjúkt tannín bragð. Eftirbragðið er langt og kryddað með mjúku tannín í bakgrunninn.

Niðurstaða:
Frábært vín frá mjög góðum árgang, en vegna þess að árin sitthvoru megin, 1999 og 2001 eru frábær eru menn búnir að vanmeta 2000. Þetta vín er góð fjárfesting til að geyma og drekka seinna meir.

Casalferro 1999
Toskana, Ítalía
I.G.T.
Vínþrúgur: Sangiovese 75%, Merlot 25%
Verð: 2.815 kr.
Umboðsaðili: K.K.Karlsson

Lýsing:
Vanilla, fjósa og krydd í nefinu. Silkimjúkt vín með mjúku tannín, vanillu og sætu sólberja bragði. Eftirbragðið er langt og mjúkt.

Niðurstaða:
Frábært vín, frábær árgangur og frábært verð.

Höfundur: Stefán / Vínsmakkarinn

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið