Frétt
Bannað er að selja mataráhöld úr plasti sem inniheldur bambus
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur staðfest að plast sem inniheldur fylliefni af jurtauppruna, s.s. bambus, sé óleyfilegt til notkunar sem matarílát eða mataráhöld. Það er því bannað að flytja inn eða framleiða slíkar vörur séu þær ætlaðar til snertingar við matvæli og fyrirtæki sem selja þær verða að taka þær úr sölu. Afurðir úr hreinum bambus eru leyfilegar, að því er fram kemur á heimasíðu mast.is.
Á síðastliðnum árum hafa verið á markaði mataráhöld s.s. diskar, skálar, bollar og hnífapör sem markaðssett eru sem valkostur við plast. Dæmi um þetta eru bollar og diskar úr bambus. Margir þessara hluta eru hins vegar gerðir úr efni sem kallast melamín. Melamín er plast og hlutir úr melamíni eru því plasthlutir. Þessi efni innihalda þá bambus eða önnur fínmöluð náttúruleg efni sem fylliefni.
Ekki náttúruleg eða niðurbrjótanleg í náttúrunni
Dæmi eru um að melamín-bambus vörur séu markaðssettar sem „náttúruleg“, „lífræn“, „umhverfisvæn“ eða „niðurbrjótanleg“. Þetta er markaðssetning, sem ætlað er að villa um fyrir neytendum.
Við framleiðslu á plasti er einungis leyfilegt að nota efni sem eru á lista yfir leyfileg efni í reglugerð Evrópusambandsins um plast. ESB hefur úrskurðað að bambus sé ekki leyfilegt fylliefni í plast. Evrópska matvælaöryggisstofnunin hefur ályktað að notkun á tré eða öðrum efnum úr plöntum sem aukefni í plast sem ætlað er að snerta matvæli þarfnist frekari rannsókna.
Matvælasnertiefni úr plasti sem innihalda bambus, maís eða önnur náttúruleg efni eru því ekki í samræmi við reglugerð um efni og hluti úr plasti og ekki er leyfilegt að markaðssetja slíka vöru og ber að stöðva dreifingu hennar. Það er á ábyrgð fyrirtækja sem framleiða, flytja inn eða dreifa slíkri vöru að tryggja að hún sé í samræmi við löggjöfina.
Vörurnar geta verið hættulegar heilsu
Matvælasnertiefni sem gerð eru úr melamíni geta gefið frá sér efnin formaldehýð og melamín. Á markaði í Evrópu hafa fundist vörur þar sem flæði þessara efna fer yfir leyfileg mörk. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem vörur úr þessum efnum eru oft markaðssettar sérstaklega fyrir börn.
Hvaða vörur eru bannaðar?
Borðbúnaður s.s diskar og hnífapör eingöngu úr melamíni eru leyfileg ef þau uppfylla reglur um flæði formaldehýðs og melamíns. Vörur sem gerðar eru úr hreinum bambus án plasts eru leyfilegar. Vörur úr melamíni sem inniheldur bambus eru ekki leyfilegar.
Átt þú slíkar vörur heima?
Hafðu samband við sölu- eða dreifingaraðila ef þú ert ekki viss um úr hvaða efnum bollar og diskar eru gerðir. Melamín – bambus vörur geta verið öruggar en þær verða þá að uppfylla reglur um flæði formaldehýðs og melamíns. Ef framleiðandi getur ekki staðfest það er óráðlegt að nota þessa vörur undir matvæli.
Mynd: úr safni
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum