Uppskriftir
Bananabrauð – Uppskrift
Tvö bananabrauð
3 egg
3 bananar ( vel þroskaðir )
90 gr smjör ( ég nota íslenskt smjör )
3 dl strásykur
5 dl hveiti
1 tsk vanilludropar
1/3 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
Stífþeyttið eggin og sykurinn. Bræðið smjörið (þarf ekki að vera heitt), setjið mjólkina og vanillu út í.
Merjið bananana með gaffli.
Blandið hveitinu og lyftiduftinu saman og hrærið því rólega saman við stífþeyttu eggin og sykurinn með t.d. sleif og bætið bananamaukinu þar út í. Hellið smjörinu-, vanillu,- og mjólkurblöndunni rólega út í og hrærið með sleif.
Hellið í form og bakið í ofni við 180c með blæstri í ca. 45-50 mínútur.
Til að athuga hvort brauðið sé tilbúið, stingið þá prjóni eða mjóum hníf í brauðið. Ef hann kemur hreinn út, þá er bananabrauðið tilbúið.
Myndir: Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður /Veitingageirinn.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita