Uppskriftir
Bananabrauð – Uppskrift
Tvö bananabrauð
3 egg
3 bananar ( vel þroskaðir )
90 gr smjör ( ég nota íslenskt smjör )
3 dl strásykur
5 dl hveiti
1 tsk vanilludropar
1/3 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
Stífþeyttið eggin og sykurinn. Bræðið smjörið (þarf ekki að vera heitt), setjið mjólkina og vanillu út í.
Merjið bananana með gaffli.
Blandið hveitinu og lyftiduftinu saman og hrærið því rólega saman við stífþeyttu eggin og sykurinn með t.d. sleif og bætið bananamaukinu þar út í. Hellið smjörinu-, vanillu,- og mjólkurblöndunni rólega út í og hrærið með sleif.
Hellið í form og bakið í ofni við 180c með blæstri í ca. 45-50 mínútur.
Til að athuga hvort brauðið sé tilbúið, stingið þá prjóni eða mjóum hníf í brauðið. Ef hann kemur hreinn út, þá er bananabrauðið tilbúið.
Myndir: Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður /Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði