Uppskriftir
Bananabrauð – Uppskrift
Tvö bananabrauð
3 egg
3 bananar ( vel þroskaðir )
90 gr smjör ( ég nota íslenskt smjör )
3 dl strásykur
5 dl hveiti
1 tsk vanilludropar
1/3 dl mjólk
2 tsk lyftiduft
Stífþeyttið eggin og sykurinn. Bræðið smjörið (þarf ekki að vera heitt), setjið mjólkina og vanillu út í.
Merjið bananana með gaffli.
Blandið hveitinu og lyftiduftinu saman og hrærið því rólega saman við stífþeyttu eggin og sykurinn með t.d. sleif og bætið bananamaukinu þar út í. Hellið smjörinu-, vanillu,- og mjólkurblöndunni rólega út í og hrærið með sleif.
Hellið í form og bakið í ofni við 180c með blæstri í ca. 45-50 mínútur.
Til að athuga hvort brauðið sé tilbúið, stingið þá prjóni eða mjóum hníf í brauðið. Ef hann kemur hreinn út, þá er bananabrauðið tilbúið.
Myndir: Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður /Veitingageirinn.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati