Vertu memm

Uppskriftir

Bananabrauð – Uppskrift

Birting:

þann

Bananabrauð

Bananabrauð

Tvö bananabrauð

3 egg
3 bananar ( vel þroskaðir )
90 gr smjör ( ég nota íslenskt smjör )
3 dl strásykur
5 dl hveiti
1 tsk vanilludropar
1/3 dl mjólk
2 tsk lyftiduft

Stífþeyttið eggin og sykurinn. Bræðið smjörið (þarf ekki að vera heitt), setjið mjólkina og vanillu út í.

Bananabrauð

Merjið bananana með gaffli.

Blandið hveitinu og lyftiduftinu saman og hrærið því rólega saman við stífþeyttu eggin og sykurinn með t.d. sleif og bætið bananamaukinu þar út í. Hellið smjörinu-, vanillu,- og mjólkurblöndunni rólega út í og hrærið með sleif.

Bananabrauð

Hellið í form og bakið í ofni við 180c með blæstri í ca. 45-50 mínútur.

Bananabrauð

Til að athuga hvort brauðið sé tilbúið, stingið þá prjóni eða mjóum hníf í brauðið. Ef hann kemur hreinn út, þá er bananabrauðið tilbúið.

Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Myndir: Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður /Veitingageirinn.is

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið