Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarí á Selfossi lokar og sex missa vinnuna
„Já, því miður, við erum að fara að loka því við erum að missa húsnæðið okkar á Selfossi,“
segir Almar Þór Þorgeirsson í samtali við visir.is en hann er bakari og eigandi Almarsbakarís á Selfossi sem lokar um næstu mánaðamót.
„Leigusalarnir voru ekki tilbúnir að halda þessu samstarfi áfram því þeim fannst bakaríið ekki nógu flott. Það missa sex manns vinnuna en vonandi getum við tekið einhverja yfir í bakaríið okkar í Hveragerði.“
Sjá einnig: Almar bakari opnar nýendurbætt og stærra bakarí
Á vef visir.is kemur fram að Almar rekur einnig bakarí í Sunnumörk í Hveragerði en bakaríið á Selfossi er staðsett í Krónuhúsinu beint á móti Ráðhúsi Árborgar við Austurveginn.
„Við viljum endilega vera áfram á Selfossi en höfum ekki fundið neitt hentugt húsnæði. Það virðist vera mikill skortur á slíku húsnæði á staðnum. Húsið sem við leigjum í dag er um 220 fermetrar og erum við að borga um 414 þúsund í leigu á mánuði,“
bætir Almar við.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/almar-bakari/feed/“ number=“4″ ]
Mynd: af facebook síðu Almarsbakarís
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun