Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarar söfnuðu einni milljón króna með sölu á brjóstabollunni
Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir árlega til sölu á brjóstabollum á mæðradaginn til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman og söfnuðu félagsmenn LABAK að þessu sinni einni milljón króna. Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, það sem safnaðist við upphaf vikulegrar hressingargöngu Göngum saman við Perluna í fyrradag.
Á vef labak.is kemur fram að alls hefur LABAK safnað um átta milljónum króna með þessu verkefni á síðastliðnum sex árum. Gunnhildur er afar þakklát LABAK fyrir samstarfið og telur að framlag þess sé styrktarfélaginu ómetanlegt.
Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini í október ár hvert.
Á myndinni eru Jón Albert Kristinsson, Gunnhildur Óskarsdóttir, og gönguhópur Göngum saman að leggja af stað í hressingargöngu en styrktarfélagið Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar.
Mynd: labak.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?