Smári Valtýr Sæbjörnsson
Bakarar söfnuðu einni milljón króna með sölu á brjóstabollunni

Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, afhendir Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, það sem safnaðist.
Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir árlega til sölu á brjóstabollum á mæðradaginn til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman og söfnuðu félagsmenn LABAK að þessu sinni einni milljón króna. Jón Albert Kristinsson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, það sem safnaðist við upphaf vikulegrar hressingargöngu Göngum saman við Perluna í fyrradag.
Á vef labak.is kemur fram að alls hefur LABAK safnað um átta milljónum króna með þessu verkefni á síðastliðnum sex árum. Gunnhildur er afar þakklát LABAK fyrir samstarfið og telur að framlag þess sé styrktarfélaginu ómetanlegt.
Allt fé sem Göngum saman safnar fer í styrktarsjóð en félagið veitir styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini í október ár hvert.
Á myndinni eru Jón Albert Kristinsson, Gunnhildur Óskarsdóttir, og gönguhópur Göngum saman að leggja af stað í hressingargöngu en styrktarfélagið Göngum saman leggur áherslu á mikilvægi hreyfingar til heilsueflingar.
Mynd: labak.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora