Markaðurinn
Bakaðar kartöflur með timían og sesamfræjum
Innihaldslýsing:
500 g bökunarkartöflur, ca. 5 stk
Ögn af ólífuolíu
Salt
Pipar
Timían
Sesamfræ
Leiðbeiningar:
Bökunarkartöflur eru skrældar.
Skerið lítillega af einni hliðinni svo kartaflan rúlli ekki út um allt.
Skerið niður í hálfa kartöflu með 2 mm millibili.
Sett á bökunarplötu og penslað með olíu.
Kryddið með salti, pipar og t.d. sesamfræjum, timían eða öðrum góðum kryddum.
Reynið að fletta rifunum aðeins opnum svo kryddið fari á milli laga í kartöflunni.
Bakið við 170°C í 25 – 30 mín.
Þetta er smart meðlæti með öllum mat.
Ef vill má skræla kartöflurnar aðeins þykkar og steikja hýðið sem nasl.
Höfundur: Kristján Þór / islenskt.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni1 dagur síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni4 klukkustundir síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný