Markaðurinn
Bakaðar kartöflur með timían og sesamfræjum
Innihaldslýsing:
500 g bökunarkartöflur, ca. 5 stk
Ögn af ólífuolíu
Salt
Pipar
Timían
Sesamfræ
Leiðbeiningar:
Bökunarkartöflur eru skrældar.
Skerið lítillega af einni hliðinni svo kartaflan rúlli ekki út um allt.
Skerið niður í hálfa kartöflu með 2 mm millibili.
Sett á bökunarplötu og penslað með olíu.
Kryddið með salti, pipar og t.d. sesamfræjum, timían eða öðrum góðum kryddum.
Reynið að fletta rifunum aðeins opnum svo kryddið fari á milli laga í kartöflunni.
Bakið við 170°C í 25 – 30 mín.
Þetta er smart meðlæti með öllum mat.
Ef vill má skræla kartöflurnar aðeins þykkar og steikja hýðið sem nasl.
Höfundur: Kristján Þór / islenskt.is
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






