Uppskriftir
Bakað Alaska – Eldur og ís
Þessi eftirréttur nær aftur til ársins 1867, þegar Charles Ranhofer, kokkur á frægum veitingastað í New York, bakaði nýja köku til að fagna kaupum Bandaríkjanna á Alaska af Rússum.
Bakað Alaska er þrátt fyrir útlitið fremur auðveldur eftirréttur. Ef þið eruð að flýta ykkur er keyptur ís og tilbúinn súkkulaðibotn, sem er auðveld lausn, en ekkert kemur í stað heimabakaðrar útgáfu.
Eldur og ís, eða bakað Alaska, er einn af bestu sumareftirréttunum, með jarðarberja- og vanilluís og súkkulaðibotni. Smurður og brúnaður marens settur utan um, sem er svo ristaður með gasloga. Marengsinn gerir eftirréttinn algerlega ómótstæðilegan.
Vanilluís
1 1/4 bolli (300 g) þeyttur rjómi
1/2 dós (198 g) sæt niðursoðin mjólk (fæst í Asíumörkuðum)
2 tsk. (10 g) vanilluþykkni
30 g mjólkursúkkulaði, rifið
Jarðarberjaís
1 1/4 bolli (300 g) þeyttur rjómi
1/2 dós (198 g) sæt niðursoðin mjólk (fæst í Asíumörkuðum)
1/2 bolli (120 g) jarðarberjasulta
Rauður matarlitur, valfrjálst og eftir smekk
Vanilluís
100 g dökkt súkkulaði
1/2 bolli (110 g) smjör
1 tsk. (1 g) neskaffi instant kaffiduft
1/2 bolli (100 g) sykur
2 egg
1 tsk. (5 g) vanilluþykkni
1 msk. (8 g) kakóduft
1/2 tsk. (2 g) salt
1/2 bolli (65 g) hveiti
Marengs
3 stórar egg hvítur
1/4 tsk. (1 g) krem af tartar (má sleppa en hjálpar)
1/4 tsk. (1 g) salt
1/2 bolli (100 g) sykur
1 tsk. (5 g) vanilluþykkni
Aðferð
Undirbúið vanilluísinn. Í stórri skál þeytið rjómann þar til hann er orðinn stífur. Blandið saman sætu niðursuðumjólkinni og vanilluþykkni þar til það er vel blandað saman. Hrærið súkkulaðinu saman við.
Hellið blöndunni í loftþétt ílát.
Undirbúið jarðarberjaísinn. Í stórri skál skuluð þið þeyta rjómann þar til hann er stífur (léttþéttur). Blandið sætu niðursuðumjólkinni saman við, jarðarberjasultunni og matarlit, þar til öllu er vel blandað saman.
Hellið jarðarberjablöndunni í loftþétt ílát.
Frystið bæði ískremin í um það bil tvær til þrjár klukkustundir.
Notið litlar skálar eða eina stóra og setjið plastfilmu inn í skálina.
Smyrjið jarðarberjaísinn frá botninum á skálinni og upp á brúnirnar.
Setjið vanilluísinn í miðjuna. Setjið plastfilmu yfir og í frost áfram í um fjórar klukkustundir eða yfir nótt.
Á meðan undirbúið þið brownie-súkkulaðibotninn.
Súkkulaði-brownie
Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið hliðina og botninn á formi (20 cm). Setjið svo á bökunarpappír.
Bræðið súkkulaðið og smjörið í miðlungsstórri skál, yfir vatnsbaði, og hrærið öðru hvoru þar til blandan er slétt og fín. Fjarlægið súkkulaðið úr hitanum. Setjið instant-kaffiduft út í og hrærið sykrinum saman við. Þetta er kælt örlítið.
Setjið svo eggin út í blönduna eitt og eitt í einu og þeytið þar til þetta hefur blandast vel saman. Hrærið vanillunni saman við og bætið síðan hveiti, salti og kakódufti við og hrærið vel.
Hellið blöndunni í formið og bakið í um það bil 25 mínútur þar til tannstöngull sem settur er í miðjuna kemur hreinn úr.
Látið súkkulaði-brownie botninn kólna alveg áður en hann er settur ofan á ísinn.
Undirbúa marengsinn. Setjið eggjahvítu, sykur, creme af tartar og salt í hitaþolna skál. Setjið yfir pönnu með vatni (bain-marie/ vatnsbað).
Hrærið stöðugt í um það bil fimm mínútur, þar til það nær 71 gráðu.
Takið af hitanum og setjið yfir í hrærivélaskál.
Byrjið á að hræra á miklum hraða í um fimm til sjö mínútur, þar til gljáandi stíf froða hefur myndast. Hrærið vanilluþykkni saman við blönduna.
Þegar brownie-botninn er frosinn, hvolfið skálinni og fjarlægið plastfilmuna. Dreifið marengs yfir ísinn. Notið skeið til að búa til toppa í marengsinn. Ristið með gasloga í eina til tvær mínútur.
Berið kökuna fram. Atvinnumenn myndu hita smá romm við vægan hita og kveikja í og hella svo yfir ísinn við borð gestsins.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.
Mynd: Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður