Markaðurinn
Aviation Gin Masterclass
Í tilefni þess að við höfum tekið inn nýtt gin í vöruval okkar, ameríska handverksginið Aviation, býður Karl K. Karlsson uppá Masterclass þann 18. júní næstkomandi.
Brand Ambassador Aviation Gin, Travis Tober, kemur frá Bandaríkjunum og mun fræða barþjóna um sérstöðu Aviation Gin ásamt að bjóða uppá smakk og kynningu á gininu. Travis er með yfir 20 ára reynslu úr barþjónabransanum og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi.
Til að blanda drykkina mun Travis, ásamt einvalaliði barþjóna, notast við línu af tonic sem ekki hefur verið fáanlegt hérlendis, en mun byrja í sölu í júnímánuði.
Öllum barþjónum er velkomið að koma en það þarf að skrá sig þar sem sætapláss er takmarkað. Aðeins þessi eina dagsetning er í boði. Vinsamlegast sendið línu á [email protected] til að taka frá pláss.

Hvenær: Mánudagurinn 18. júní
Hvar: Grillmarkaðurinn, Neðri Hæð
Klukkan: 14:30-16:30
Hlökkum til að sjá ykkur.
-
Markaðurinn7 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn7 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt2 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn







