Markaðurinn
Aviation Gin Masterclass
Í tilefni þess að við höfum tekið inn nýtt gin í vöruval okkar, ameríska handverksginið Aviation, býður Karl K. Karlsson uppá Masterclass þann 18. júní næstkomandi.
Brand Ambassador Aviation Gin, Travis Tober, kemur frá Bandaríkjunum og mun fræða barþjóna um sérstöðu Aviation Gin ásamt að bjóða uppá smakk og kynningu á gininu. Travis er með yfir 20 ára reynslu úr barþjónabransanum og hefur marga fjöruna sopið á þeim vettvangi.
Til að blanda drykkina mun Travis, ásamt einvalaliði barþjóna, notast við línu af tonic sem ekki hefur verið fáanlegt hérlendis, en mun byrja í sölu í júnímánuði.
Öllum barþjónum er velkomið að koma en það þarf að skrá sig þar sem sætapláss er takmarkað. Aðeins þessi eina dagsetning er í boði. Vinsamlegast sendið línu á [email protected] til að taka frá pláss.
Hvenær: Mánudagurinn 18. júní
Hvar: Grillmarkaðurinn, Neðri Hæð
Klukkan: 14:30-16:30
Hlökkum til að sjá ykkur.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði