Uppskriftir
Austurlenskur fiskréttur
Í réttinn þarf:
500 g fiskflök (ýsa, rauðspretta, smálúða)
2 msk. hveiti
1 tsk. rifin engiferrót eða mulinn engifer (helst ferskur)
4 msk. olía
salt og pipar að vild
Sósa:
250 g möndluflögur
2 msk. matarolía
125 g sveppir
1 rauð paprika
1 dós baunaspírur
2 msk. sojasósa
2 msk. edik
2 msk. hunang
pínulítið maísenamjöl til að þykkja sósuna
AÐFERÐIN
Flökunum er velt upp úr hveiti sem blandað hefur verið með engifer og salti og pipar fyrir þá sem það vilja. Fiskurinn er steiktur stutta stund á pönnunni og tekinn síðan af meðan sósan er búin til. Gott er að halda fiskinum heitum á meðan.
Möndlurnar eru brúnaðar létt í olíu og sveppum, papriku og baunaspírum síðan bætt við. Þetta er látið krauma í smástund við frekar vægan hita. Síðan er bætt við sojasósu, ediki og hunangi. Í lokin er sósan þykkt með dálitlu af maísenamjöli.
Fiskurinn er síðan settur á pönnuna þannig að hann verði heitur í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og snöggsoðnu grænmeti.
Höfundur er Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður.
Gömul uppskrift sem birt var í Morgunblaðinu 19. ágúst 1998
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla