Uppskriftir
Austurlenskur fiskréttur
Í réttinn þarf:
500 g fiskflök (ýsa, rauðspretta, smálúða)
2 msk. hveiti
1 tsk. rifin engiferrót eða mulinn engifer (helst ferskur)
4 msk. olía
salt og pipar að vild
Sósa:
250 g möndluflögur
2 msk. matarolía
125 g sveppir
1 rauð paprika
1 dós baunaspírur
2 msk. sojasósa
2 msk. edik
2 msk. hunang
pínulítið maísenamjöl til að þykkja sósuna
AÐFERÐIN
Flökunum er velt upp úr hveiti sem blandað hefur verið með engifer og salti og pipar fyrir þá sem það vilja. Fiskurinn er steiktur stutta stund á pönnunni og tekinn síðan af meðan sósan er búin til. Gott er að halda fiskinum heitum á meðan.
Möndlurnar eru brúnaðar létt í olíu og sveppum, papriku og baunaspírum síðan bætt við. Þetta er látið krauma í smástund við frekar vægan hita. Síðan er bætt við sojasósu, ediki og hunangi. Í lokin er sósan þykkt með dálitlu af maísenamjöli.
Fiskurinn er síðan settur á pönnuna þannig að hann verði heitur í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og snöggsoðnu grænmeti.
Höfundur er Smári Valtýr Sæbjörnsson, matreiðslumaður.
Gömul uppskrift sem birt var í Morgunblaðinu 19. ágúst 1998
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.