Viðtöl, örfréttir & frumraun
Atli: „Viðtökur gesta voru mjög góðar og var stöðugur straumur gesta í húsinu“ – Myndir
Í maí var haldin skemmtilegur viðburður í Iðnó þar sem frumkvöðlar í mat og drykk buðu gestum upp á að smakka afurðir sínar.
Sjá einnig: Nýsköpunarsmakk í Iðnó
„Það gekk mjög vel á Nýsköpunarsmakkinu og var fín mæting í Iðnó.“
Sagði Atli Stefán Yngvason hjá Vegangerðinni í samtali við veitingageirinn.is.
Nóg var af smakki í boði og voru nokkrir aðilar að selja vörurnar sínar. Lava Cheese bauð upp á ostasnakk með kavíar og trufflumæjó sem var mjög bragðgott. Vegangerðin bauð upp á þrjár tegundir af témpeh-snakki með kryddum frá Mabrúka: témpeh úr súpubaunum með grænmetisblöndu Mabrúka, témpeh úr kinóa með salti og pipar frá Mabrúka og svo témpeh úr íslensku lífrænu byggi með salt og pipar frá Mabrúka og til gamans getið þá kláraðist það fyrst.
Pétur hjá Jökla bauð upp á hressandi skot af rjómalíkjör og Eimverk var með margar tegundir af víský og gini í boði.
„Viðtökur gesta voru mjög góðar og var stöðugur straumur gesta í húsinu. Teymið bakvið Nýsköpunarsmakkið gerir ráð fyrir að halda viðburðinn aftur á næsta ári.“
Sagði Atli að lokum.
Í teyminu eru Atli Stefán Yngvason og Kristján Thors frá Vegangerðinni, Ingi Einar frá Karrot.is og svo Melkorka, Edda og Guðfinna frá Nýsköpunarvikunni sem styðja teymið.
Með fylgja myndir frá viðburðinum.
Ljósmyndari: Atli Stefán Yngvason.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana