Viðtöl, örfréttir & frumraun
Atli: „Viðtökur gesta voru mjög góðar og var stöðugur straumur gesta í húsinu“ – Myndir
Í maí var haldin skemmtilegur viðburður í Iðnó þar sem frumkvöðlar í mat og drykk buðu gestum upp á að smakka afurðir sínar.
Sjá einnig: Nýsköpunarsmakk í Iðnó
„Það gekk mjög vel á Nýsköpunarsmakkinu og var fín mæting í Iðnó.“
Sagði Atli Stefán Yngvason hjá Vegangerðinni í samtali við veitingageirinn.is.
Nóg var af smakki í boði og voru nokkrir aðilar að selja vörurnar sínar. Lava Cheese bauð upp á ostasnakk með kavíar og trufflumæjó sem var mjög bragðgott. Vegangerðin bauð upp á þrjár tegundir af témpeh-snakki með kryddum frá Mabrúka: témpeh úr súpubaunum með grænmetisblöndu Mabrúka, témpeh úr kinóa með salti og pipar frá Mabrúka og svo témpeh úr íslensku lífrænu byggi með salt og pipar frá Mabrúka og til gamans getið þá kláraðist það fyrst.
Pétur hjá Jökla bauð upp á hressandi skot af rjómalíkjör og Eimverk var með margar tegundir af víský og gini í boði.
„Viðtökur gesta voru mjög góðar og var stöðugur straumur gesta í húsinu. Teymið bakvið Nýsköpunarsmakkið gerir ráð fyrir að halda viðburðinn aftur á næsta ári.“
Sagði Atli að lokum.
Í teyminu eru Atli Stefán Yngvason og Kristján Thors frá Vegangerðinni, Ingi Einar frá Karrot.is og svo Melkorka, Edda og Guðfinna frá Nýsköpunarvikunni sem styðja teymið.
Með fylgja myndir frá viðburðinum.
Ljósmyndari: Atli Stefán Yngvason.
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni4 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni6 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Pistlar5 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra































