Keppni
Atli, Rúnar og Natascha keppa í dag um Norðurlandameistaratitil
Í dag keppa þrír íslenskir fagmenn í matreiðslu og framreiðslu um Norðurlandameistaratitla í faggreinunum í Álaborg í Danmörku.
Keppnirnar eru þrjár, „Nordic Chef“ þar sem Atli Þór Erlendsson frá Grillinu keppir. Í „Nordic Chef Junior“ keppir Rúnar Pierre Heriveaux frá Lava Bláa Lóninu og loks mun Natascha Elisabet Fischer frá veitingastaðnum Kopar keppa í framreiðslu í „Nordic Waiter“ keppninni.
Öll Norðurlöndin senda keppendur og eru margir sterkustu matreiðslu og framreiðslumenn landanna mætt til leiks. Ísland á titil að verja í matreiðslu og er ríkjandi Norðurlandameistari.
Atli Þór er 27 ára gamall matreiðslumaður í Grillinu á Hótel Sögu og handhafi titilsins „Matreiðslumaður ársins“ eftir sigur í keppninni í mars síðastliðnum. Atli Þór var nýlega valinn í Kokkalandsliðið.
Rúnar Pierre er 21 árs gamall matreiðslunemi í Lava Bláa Lóninu. Hann var valinn matreiðslunemi ársins 2013 og varð í fjórða sæti í norrænu nemakeppninni 2014. Rúnar Pierre var aðstoðarmaður í Bocuse d´Or keppninni 2015.
Natascha Elisabet er 28 ára gömul og er framreiðslumaður á Kopar. Hún hefur keppt í ýmsum kokteilkeppnum og varð í 2. sæti í Food & Fun keppninni 2014.
Verkefni kokkanna Atla Þórs og Rúnars Pierre er að útbúa þriggja rétta máltíð úr hráefni sem kemur í hráefnakörfu sem er afhjúpuð skömmu fyrir keppni, svokallaðri „mystery basket“.
Kokkarnir hafa skamman tíma til þess að ákveða matseðil út frá því sem upp úr hráefnakörfunni birtist.
Natascha undirbýr borð og borðaskreytingar og mun svo þjóna til borðs og bera fram matinn frá íslensku keppendunum. Öll vinnubrögð keppenda eru undir nákvæmu eftirliti dómara sem leggja mat á vinnuna.
Ísland á fulltrúa í dómnefndinni fyrir kokkakeppnirnar í dag sem er Jóhannes Steinn Jóhannesson. Jóhannes er sjálfur þrautreyndur keppnismaður í matreiðslu og er í Kokkalandsliðinu.
Keppnisúrslit í hverri keppni fyrir sig verða tilkynnt í kvöld.
Það er Klúbbur matreiðslumeistara sem sendir sex keppendur til leiks í einstaklingskeppnum í Danmörku dagana 4.-6. Júní.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni5 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?