Frétt
Athugaðu eldhússkápinn – Náttúruleg eiturefni fundust í tei
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Herbapol te vegna náttúrulegra eiturefna (pyrrolizidine alkaloids) sem Market ehf. flytur inn. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Tilkynning um innköllunina kom í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: Herbapol.
- Framleiðandi: Herbapol Lublin S.A.
- Vöruheiti: Ostropest plamisty herbatka ziołowa (360g)
- Innflytjandi: Market ehf.
- Framleiðsluland: Pólland.
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: L0025 / 28.02.2027.
- Strikanúmer: 5900956006277
- Dreifing: Euro Market verslanir, Smiðjuvegi 2 og Hamraborg 9 í Kópavogi.
Kaupendur eiga ekki að neyta heldur farga eða skila í verslun gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn2 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn1 dagur síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn24 klukkustundir síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt5 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






