Frétt
Athugaðu eldhússkápinn – Náttúruleg eiturefni fundust í tei
Matvælastofnun varar við einni framleiðslulotu af Herbapol te vegna náttúrulegra eiturefna (pyrrolizidine alkaloids) sem Market ehf. flytur inn. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað vöruna.
Tilkynning um innköllunina kom í gegnum evrópska hraðviðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Einungis er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:
- Vörumerki: Herbapol.
- Framleiðandi: Herbapol Lublin S.A.
- Vöruheiti: Ostropest plamisty herbatka ziołowa (360g)
- Innflytjandi: Market ehf.
- Framleiðsluland: Pólland.
- Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: L0025 / 28.02.2027.
- Strikanúmer: 5900956006277
- Dreifing: Euro Market verslanir, Smiðjuvegi 2 og Hamraborg 9 í Kópavogi.
Kaupendur eiga ekki að neyta heldur farga eða skila í verslun gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Markaðurinn3 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn






