Vín, drykkir og keppni
Ástralinn Wigan víngerðarmaður veraldar í ár
Íslandsvinurinn Andrew Wigan var á dögunum valinn víngerðarmaður ársins. Verðlaunin hlaut hann í annað sinn.
Nafnið Andrew Wigan hringir eflaust fáum bjöllum í hugum flestra vínáhugamanna. Hann er þó einn þeirra víngerðarmanna í heiminum sem hvað lengst hafa náð í sínu fagi.
Ástæðan fyrir því að nafn hans er ekki þekktara er einkum sú að hann er ekki einn þeirra víngerðarmanna sem framleiða vín undir eigin nafni og verða heimsfrægir í krafti vörumerkjanna. Hann er ekki af aldagamallli vínfjölskyldu á borð við Torres, Antinori, Drouhin eða Rothschild.
Né hefur honum tekist að verða frægur á nokkrum áratugum eins og Gallo eða Robert Mondavi. Þetta fræga fólk kann hins vegar svo vel að meta hann að það veitti honum fyrir réttum mánuði einhver virtustu verðlaun vínbransans þegar hann var valinn víngerðarmaður ársins í International Wine & Spirits Competiton í Lundúnum.
Hundtryggur aðstoðarmaður
Það sem gerði verðlaunin enn merkilegri er að Wigan hlaut þau í annað sinn, nokkuð sem er nánast óþekkt. Enn meiri athygli vakti að einungis eru þrjú ár síðan hann hlaut þau í fyrsta sinn og þannig átti það að vera nánast ómögulegt að vinna þau aftur fyrr en fennt væri yfir fyrra afrekið. Menn vilja helst ekki veita verðlaunin í áskrift. Andrew Wigan hefur verið aðalvíngerðarmaður fyrirtækis hins svipmikla Ástrala Peters Lehmann frá stofnun og haft síðasta orðið um alla þá 27 árganga vína sem Lehmann hefur sent frá sér. Lehmann stofnaði fyrirtækið vegna þess að hann vildi ekki svíkja bændurnar í Barossa-dalnum þar sem hann býr en það hafði verið fyrirætlan fyrrum vinnuveitenda hans. Hann er sauðtryggur sínu fólki og það er endurgoldið því hann hefur haft sama lykilstarfsfólk frá upphafi og Wigan verið hundtryggur aðstoðarmaður hans.
Í sömu keppni var Peter Lehmann valið víngerðarfyrirtæki ársins. Að auki fékk Lehmann verðlaun fyrir besta riesling vín keppninnar auk þess sem hvorki fleiri né færri en ellefu önnur vín frá honum fengu ýmist gull, silfur eða bronsverðlaun í sínum flokkum.
International Wine & Spirits Competiton er virtasta keppni heims þar sem víngerðarmenn og framleiðendur velja það besta úr vínheiminum. Vínin eru blindsmökkuð til að gæta hlutleysis auk þess sem efnainnihald þeirra er greint nákvæmlega en þau þurfa að uppfylla ströng skilyrði um framleiðsluaðferðir og innihald til að hljóta verðlaun. Yfir 5.000 vín voru tilnefnd í keppnina í ár og samkeppnin gríðarlega hörð.
Meistaranám í Þjóðmenningarhúsi
Andrew Wigan heimsótti Ísland síðastliðið vor og hélt svokallaðan masterclass“ í Þjóðmenningarhúsinu. Var það einkar glæsilegur fyrirlestur og smökkun á mörgum bestu árgöngum sem hann hefur búið til. Sum gæðavínanna eru með skrúfutappa, nokkuð sem er tabú meðal margra gæðaframleiðenda. Ég spurði hann hvort hann hygðist nota skrúfutappana á allra bestu vínin og sagðist hann óhræddur við það.
Við víngerðarmennirnir myndum vilja loka sem allra flestum flöskum með skrúfutöppum ef við fengjum einhverju ráðið. Víngerð í dag er komin á þann gæðastall að vínin eru alveg eins og þau eiga að vera þegar þeim er átappað.
Menn hafa haft áhyggjur af því að bestu vínin missi þá öldrun sem verður við loftskipti í gegnum korktappa en það er smá loft undir skrúfutappanum og vínin munu þroskast þótt öldrunin verði hægari. Við viljum fyrir alla muni gera meira en vinir mínir í sölu- og markaðsdeildinni vilja fara hægt í sakirnar enda eru ennþá fordómar í gangi gagnvart skrúfutöppum.“
Greint frá á visir.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi