Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Allt komið á fullt hjá Fuut Fuut – Gunnar Páll: „Tvær gamlar Hótel Sögu uppskriftir eru á matseðlinum….“ – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Veitingastaðurinn Café Fuut Fuut opnaði formlega nú á dögunum en staðurinn er staðsettur í húsnæði GRO Akademi í bænum Hvalsø í Danmörku.  GRO Akademi er staður fyrir ungt fólk með sérþarfir sem greint er með Asperger ADHD, þar sem þau geta notað myndlist, tónlist og handavinnu til þess að þroska og þróa sig á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.

Stjórnendur GRO Akademi eru þau Gunnar Páll Gunnarsson, Steinunn Helga Sigurðardóttir og Henrik Bekker.

„Það var alveg stútfullt á opnuninni og við giskum á ca 150 manns. Bæði úti og inni. Veðrið var frábært og stemmingin var alveg í topp.“

Sagði Gunnar Páll Gunnarsson matreiðslumeistari, einn af stjórnendum GRO Akademi, í samtali við veitingageirinn.is.

Allt komið á fullt hjá Fuut Fuut - Gunnar Páll Gunnarsson

Á opnuninni var boðið upp á bjór frá Herslev Bryghus, óáfenga kokteila og fjölbreytta smárétti.   Borgarstjórinn hélt fína ræðu og það var mikið af fyrirfólki úr sveitarfélaginu, sagði Gunnar og bætir við:

„Það var einhvern veginn hægt að troða 5 manna hljómsveit í eitt hornið sem spilaði á opnunninni við miklar vinsældir.

Við útskýrðum konseptið fyrir gestunum.  Bæði (social ökonomisk) starfsfólk með sérþarfir, myndlistarsalur, tónleikastaður, útimarkaðir með beint frá býli, handverksvörur og list.“

Matseðillinn með 90% beint frá býli

Allt komið á fullt hjá Fuut Fuut - Gunnar Páll Gunnarsson

Matvörur afhentar beint frá býli framleiðenda

Matseðillinn er með 90% beint frá býli, en innan við 100 km radíus frá veitingastaðnum eru gríðarlega margir framleiðendur sem bæði rækta og framleiða gæðavörur.  Fiskur, kjöt, grænmeti, ávextir, hveiti, ostar, kaffi, mjólk, súkkulaði, bjór, vín, cider og mjöður.

Opið er þrjá daga í viku, fimmtudag, föstudag og laugardag.

„Viðtökurnar hafa vægast sagt verið góðar. Fullt hús á hverjum degi og allir fara ánægðir heim.“

Matseðillinn er breytilegur hverja helgi, og er fylgt árstíðum og framboði og í bistro stíl að frönskum hætti.  Allur matur er gerður frá grunni. Ekkert endilega stílhreinn og fágaður, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og bragðgóður og nóg af mat.

Matseðillinn er frekar einfaldur.  Það eru þrír forréttir/smáréttir og fjórir aðalréttir. Einn kjötréttur, einn fiskréttur og tveir grænmetisréttir. einn eftirréttur og einn ostur.

Strokka smjör

Kokkarnir strokka smjör á hverjum miðvikudegi og daglega eru þrjár tegundir af brauði bakað.  Staðurinn tekur 40 manns í einu og sem áður sagt er fullt á hverjum degi.

„Tvær gamlar Hótel Sögu uppskriftir eru komnar á matseðilinn. Bæði Café de Paris smjörið, sem borið er fram í stórri hörpuskel, með laukhringjum í orly og stórri brauðkörfu.

Graflaxuppskriftin gamla (einnig frá Sögu) er búið að prófa saman með lífrænum urriða frá Bisserup, syðst á Sjálandi. Hann kemur á matseðillinn með haustinu, þegar urriðinn verður orðinn nógu stór og feitur.“

Sagði Gunnar.

Sýnishorn af matseðli:

LÉTTIR RÉTTIR/FORRÉTTIR

Mauk af grænum baunum, skógarlaukar, repjuolía, nýjar kryddjurtir.
Cafe de paris smjör með laukhringjum í orly.
Grísakæfa heimagerð, með sultuðum laukum og salati.

DÝRIÐ:

Hægeldaður grísabógur, gulrótarmauk, kjötgljái og sultað grænmeti.

FISKURINN:

Smjörsoðinn þorskhnakki fennikel, næpur og sýrður rjómi.

GRÆNMETIÐ:

Rauðbeðuterrine, Piparrót og skjaldflétta.

Tómat panna cotta. Semi þurrkaðir tómatar, estragon og tómatflögur af svörtum tómötum.

EFTIRRÉTTUR:

Sultaðar plómur, kökubotn og marengs.

Geitaostur frá Copenhagen Goat milk. Kveður og perusinnep.

Einnig er hægt að fá smákökur með kaffinu, karmellutertu með berjum í rommi og þeyttum rjóma.

Myndir: facebook / Café Fuut Fuut og Steinunn Helga Sigurðardóttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið