Vertu memm

Keppni

Allt komið á fullt á Norðurlandamótinu í matreiðslu og þjónustu

Birting:

þann

Norðurlandamót í matreiðslu og þjónustu 2018

Hafliði Halldórsson og Björn Bragi Bragason fylgjast vel með sínum mönnum.

Nordic Chef og Nordic Waiter keppnin 2018 hófst kl 8:00 í morgun á dönskum tíma en Íslendingar eiga tvo keppendur í matreiðslu í Nordic Chef Of The Year og keppanda í framreiðslukeppninni Nordic Waiter Of The Year.

Sjá einnig: Íslenskir fagmenn keppa um Norðurlandameistaratitil í matreiðslu og þjónustu

Norðurlandamót í matreiðslu og þjónustu 2018

Lúðvík Kristinsson keppir um titilinn Framreiðslumaður Norðurlanda 2018

Keppnin í matreiðslu er með „mystery basket“ sniði þar sem keppendur fá að sjá skylduhráefnin degi fyrir keppni og skila síðan af sér 3 rétta matseðli fyrir 12 gesti á keppnisdegi.

Í framreiðslu vinna keppendur með matreiðslumönnum við þjónustu á keppnismatnum og þarf einnig í keppninni að sýna fagleg vinnubrögð í sínum aðgerðum, para vín við réttina og útbúa kokteila.

Keppendur

Norðurlandamót í matreiðslu og þjónustu 2018

Hafsteinn Ólafsson

Hafsteinn Ólafsson sem er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks keppir í Nordic Chef.

Norðurlandamót í matreiðslu og þjónustu 2018

Hinrik Lárusson

Nordic Chef Junior keppir Hinrik Lárusson frá Grillinu.

Norðurlandamót í matreiðslu og þjónustu 2018

Lúðvík Kristinsson

Í framreiðslu er það Lúðvík Kristinsson frá Grillinu sem keppir fyrir Íslands hönd.

Þjálfari Hafsteins og dómari í matreiðsluhluta keppninnar er Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari Hinriks er Sigurður Laufdal. Thelma Björk Hlynsdóttir þjálfar Lúðvík og dæmir jafnframt í framreiðslukeppninni. Úrslit verða tilkynnt í kvöld.

Klúbbur matreiðslumeistara sendir þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjólegum keppnum eins og hér um ræðir. Skipulag keppninnar er í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fer keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.

Myndir frá keppninni

Myndir tók Bjarni Gunnar Kristinsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið