Keppni
Allt komið á fullt á Norðurlandamótinu í matreiðslu og þjónustu
Nordic Chef og Nordic Waiter keppnin 2018 hófst kl 8:00 í morgun á dönskum tíma en Íslendingar eiga tvo keppendur í matreiðslu í Nordic Chef Of The Year og keppanda í framreiðslukeppninni Nordic Waiter Of The Year.
Sjá einnig: Íslenskir fagmenn keppa um Norðurlandameistaratitil í matreiðslu og þjónustu
Keppnin í matreiðslu er með „mystery basket“ sniði þar sem keppendur fá að sjá skylduhráefnin degi fyrir keppni og skila síðan af sér 3 rétta matseðli fyrir 12 gesti á keppnisdegi.
Í framreiðslu vinna keppendur með matreiðslumönnum við þjónustu á keppnismatnum og þarf einnig í keppninni að sýna fagleg vinnubrögð í sínum aðgerðum, para vín við réttina og útbúa kokteila.
Keppendur
Hafsteinn Ólafsson sem er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks keppir í Nordic Chef.
Nordic Chef Junior keppir Hinrik Lárusson frá Grillinu.
Í framreiðslu er það Lúðvík Kristinsson frá Grillinu sem keppir fyrir Íslands hönd.
Þjálfari Hafsteins og dómari í matreiðsluhluta keppninnar er Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari Hinriks er Sigurður Laufdal. Thelma Björk Hlynsdóttir þjálfar Lúðvík og dæmir jafnframt í framreiðslukeppninni. Úrslit verða tilkynnt í kvöld.
Klúbbur matreiðslumeistara sendir þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjólegum keppnum eins og hér um ræðir. Skipulag keppninnar er í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fer keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.
Myndir frá keppninni
Myndir tók Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park






















