Keppni
Allt komið á fullt á Norðurlandamótinu í matreiðslu og þjónustu
Nordic Chef og Nordic Waiter keppnin 2018 hófst kl 8:00 í morgun á dönskum tíma en Íslendingar eiga tvo keppendur í matreiðslu í Nordic Chef Of The Year og keppanda í framreiðslukeppninni Nordic Waiter Of The Year.
Sjá einnig: Íslenskir fagmenn keppa um Norðurlandameistaratitil í matreiðslu og þjónustu
Keppnin í matreiðslu er með „mystery basket“ sniði þar sem keppendur fá að sjá skylduhráefnin degi fyrir keppni og skila síðan af sér 3 rétta matseðli fyrir 12 gesti á keppnisdegi.
Í framreiðslu vinna keppendur með matreiðslumönnum við þjónustu á keppnismatnum og þarf einnig í keppninni að sýna fagleg vinnubrögð í sínum aðgerðum, para vín við réttina og útbúa kokteila.
Keppendur
Hafsteinn Ólafsson sem er Kokkur ársins 2017 og starfar á Sumac Grill + Drinks keppir í Nordic Chef.
Nordic Chef Junior keppir Hinrik Lárusson frá Grillinu.
Í framreiðslu er það Lúðvík Kristinsson frá Grillinu sem keppir fyrir Íslands hönd.
Þjálfari Hafsteins og dómari í matreiðsluhluta keppninnar er Þráinn Freyr Vigfússon, þjálfari Hinriks er Sigurður Laufdal. Thelma Björk Hlynsdóttir þjálfar Lúðvík og dæmir jafnframt í framreiðslukeppninni. Úrslit verða tilkynnt í kvöld.
Klúbbur matreiðslumeistara sendir þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjólegum keppnum eins og hér um ræðir. Skipulag keppninnar er í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fer keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.
Myndir frá keppninni
Myndir tók Bjarni Gunnar Kristinsson
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or10 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Bocuse d´Or4 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð