Vertu memm

Frétt

Allt ferlið skoðað á Skelfiskmarkaðinum – Fengu toppeinkunn frá heilbrigðiseftirlitinu

Birting:

þann

Skelfiskmarkaðurinn - Ostrur

Ostrurnar á Skelfiskmarkaðinum

„Þegar grunur lék á því að ostrurnar væru ekki eins og þær eiga að vera tókum við þær strax úr umferð.“

Segir í tilkynningu frá eigendum Skelfisksmarkaðsins.

„Við fórum strax morguninn eftir með ostrur til MAST til að láta rannsaka þær frekar.“

Í beinu framhaldi kom heilbrigðiseftirlitið í heimsókn á Skelfiskmarkaðinn og gáfu fulltrúar eftirlitsins veitingastaðnum toppeinkunn eftir að hafa tekið staðinn út hátt og lágt. Ekki var um að kenna meðhöndlun á ostrunum né öðrum þáttum sem koma að Skelfiskmarkaðnum, að því er fram tilkynningu.

„Við erum alveg miður okkar og vonum innilega að þeir sem urðu fyrir óþægindum séu búnir að jafna sig“

Mynd: facebook / Skelfiskmarkaðurinn

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið