Keppni
Allt á suðupunkti í Herning
Það er allt á suðupunkti í Herning í Danmörku þar sem fram fer keppnin um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda en hún hófst í morgun. Það eru þeir Jóhannes Steinn Jóhannesson og Bjarni Siguróli matreiðslumenn sem keppa fyrir hönd íslands. Nú rétt í þessu var að berast tvær myndir frá keppninni, en það var Ólafur Ágústsson farastjóri sem sendi þessa símamynd og má sjá Jóa á fullu í keppniseldhúsinu.
Allt lítur ágætlega út og skil á forrétti hjá Bjarna er klukkan 10:35 að staðartíma en Jói skilar fyrsta réttinn klukkan 10:55. Síðan líður klukkutími á milli rétta, þannig að okkar menn ættu að vera búnir um eitt leytið að dönskum tíma, sagði Ólafur hress í samtali við fréttamann.
Gsm myndir: Ólafur Ágústsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






