Keppni
Allt á suðupunkti í Herning
Það er allt á suðupunkti í Herning í Danmörku þar sem fram fer keppnin um titilinn Matreiðslumaður Norðurlanda en hún hófst í morgun. Það eru þeir Jóhannes Steinn Jóhannesson og Bjarni Siguróli matreiðslumenn sem keppa fyrir hönd íslands. Nú rétt í þessu var að berast tvær myndir frá keppninni, en það var Ólafur Ágústsson farastjóri sem sendi þessa símamynd og má sjá Jóa á fullu í keppniseldhúsinu.
Allt lítur ágætlega út og skil á forrétti hjá Bjarna er klukkan 10:35 að staðartíma en Jói skilar fyrsta réttinn klukkan 10:55. Síðan líður klukkutími á milli rétta, þannig að okkar menn ættu að vera búnir um eitt leytið að dönskum tíma, sagði Ólafur hress í samtali við fréttamann.
Gsm myndir: Ólafur Ágústsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






