Sverrir Halldórsson
Ainsley Harriott eldaði fyrir gesti Kaffivagnsins | Fréttamaður veitingageirans fékk sér fiskibollur að hætti Gumma og Harriott
Hinn þekkti breski sjónvarpskokkur Ainsley Harriott eldaði fyrir gesti Kaffivagnsins í einu hádeginu þar í lok febrúar s.l., en hann var staddur hér á landi til þess að taka upp þátt sinn Ainsley Eats the Streets auk þess sem hann dæmdi í Food&Fun keppninni.
Harriott vildi finna gamlan og rótgróinn veitingastað þar sem hann gæti eldað hefðbundinn íslenskan mat. Höfðu starfsmenn hans samband við eigendur Kaffivagnsins, kokkinn Guðmund Viðarsson og eiginkonu hans Mjöll Daníelsdóttur, þar sem þeim fannst Kaffivagninn passa vel við þessa lýsingu.
Að sögn Mjallar var ákveðið að Harriott myndi elda fiskibollur eins og Guðmundur er vanur að reiða fram í tugatali á hverjum degi en því næst myndi Harriott sýna starfsfólkinu, og sjónvarpsáhorfendum þegar þar að kemur, hvað hann myndi búa til með nákvæmlega sama hráefni í höndunum.
Ainsley er afskaplega viðkunnanlegur, kom með bros á vör og var frábær í eldhúsinu. Hann lærði af okkur hvernig á að gera fiskibollur og saltfiskklatta og þegar það kom að honum að skapa eitthvað úr sama hráefni þá gerði hann ekki miklar breytingar þar sem honum fannst allt passa svo vel saman í þessari samsetningu okkar.
, sagði Mjöll Daníelsdóttir.
Ainsley vakti mikla athygli gesta Kaffivagnsins sem áttu síst von á að hitta frægan sjónvarpskokk þegar þeir gengu hérna inn, sérstaklega voru erlendu ferðamennirnir uppveðraðir af veru hans hér og töluðu sumir þeirra um að þessum fiskibollum munu þeir sko aldrei gleyma
, sagði Mjöll enn fremur.
Í þáttunum Ainsley Eats the Streets ferðast Harriott um heiminn og kynnist matarmenningu ólíkra borga. Hann heimsækir litla götuveitingastaði og kynnir sér matarvenjur heimamanna. Harriott er þekktur sjónvarpskokkur í Bretlandi, en þættir hans Ready Steady Cook og Can’t Cook, Won’t Cook hafa notið mikilla vinsælda.
Guðmundur og Mjöll festu kaup á Kaffivagninum fyrir nokkrum mánuðum síðan og hafa smám saman verið að gera breytingar á bæði innanstokksmunum og matseðli staðarins, án þess þó að breyta því sem hefur gert Kaffivagninn að vinsælum áfangastað Reykvíkinga í áratugi.
Veitingageirinn.is var á staðnum:
Og að sjálfsögðu var veitingageirinn á svæðinu og smakkaði á herlegheitunum, fékk mér fyrst Spergilsúpu með volgu brauði og var hún svakalega góð.
Svo kom aðaldæmið sem var fiskibollur að hætti Gumma og Harriott og var þar á ferðinni klassískur réttur framreiddur á nútíma máta og ekki varð maður fyrir vonbrigðum með þennan rétt.
Gaman var að fylgjast með Harriott, hversu alþýðulegur hann var og léttur í lund, þannig að það geislaði frá honum í allar áttir.
Fór sáttur út og ánægður hvað Kaffivagninn er í stórsókn í aðsókn sem hann á skilið.
Myndir á bakvið tjöldin tók Mjöll Daníelsdóttir og eru birtar hér með góðfúslegur leyfi hennar.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun24 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi