Vertu memm

Markaðurinn

Áhugavert starf í eldhúsi – Innnes ehf.

Birting:

þann

Áhugavert starf í eldhúsi - Innnes ehf.

Við leitum að hressum og öflugum einstaklingi í afleysingu í eldhús í eitt ár frá og með 1. maí 2024.

Innnes ehf er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins með fjölda þekktra vörumerkja. Starfsaðstaðan er til fyrirmyndar, félagsskapurinn góður og mikill metnaður er fyrir því að elda góðan mat sem hefur jákvæð áhrif á starfsánægju starfsmanna. Starfið felur í sér að undirbúa fjölbreyttar máltíðir og salatbar ásamt þrifum, frágangi og uppvaski.

Vinnutími er frá kl. 07:00-15:00 alla virka daga. Unnið er eftir gildum félagsins: Fagmennska og gleði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Undirbúa fjölbreyttar máltíðir undir leiðsögn yfirmatreiðslumanns
  • Undirbúa salatbar
  • Stuðla að minni matarsóun
  • Frágangur og uppvask
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af starfi í mötuneyti eða veitingahúsi æskileg
  • Sjálfstæð vinnubrögð og snyrtimennska
  • Jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum
  • Geta unnið vel í teymi
  • Tilbúin að vinna fjölbreytt störf
  • Þarf að kunna íslensku eða ensku

Eingöngu er tekið við umsóknum á vefsíðu Innnes. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá (CV).

Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Ólafsson yfirmatreiðslumaður í tölvupósti [email protected]

Innnes starfrækir vottað jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins.

Auglýsingapláss

Stefna Innnes er að þar starfi fjölbreyttur starfshópur og áhersla lögð á að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Boðið er upp á ýmis fríðindi eins og heilsuræktarstyrk, samgöngustyrk, öflugt félagslíf og fleira.

Heimasíða Innnes: www.innnes.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2024.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið