Markaðurinn
Áhugavert starf í eldhúsi – Innnes ehf.
Við leitum að hressum og öflugum einstaklingi í afleysingu í eldhús í eitt ár frá og með 1. maí 2024.
Innnes ehf er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins með fjölda þekktra vörumerkja. Starfsaðstaðan er til fyrirmyndar, félagsskapurinn góður og mikill metnaður er fyrir því að elda góðan mat sem hefur jákvæð áhrif á starfsánægju starfsmanna. Starfið felur í sér að undirbúa fjölbreyttar máltíðir og salatbar ásamt þrifum, frágangi og uppvaski.
Vinnutími er frá kl. 07:00-15:00 alla virka daga. Unnið er eftir gildum félagsins: Fagmennska og gleði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Undirbúa fjölbreyttar máltíðir undir leiðsögn yfirmatreiðslumanns
- Undirbúa salatbar
- Stuðla að minni matarsóun
- Frágangur og uppvask
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af starfi í mötuneyti eða veitingahúsi æskileg
- Sjálfstæð vinnubrögð og snyrtimennska
- Jákvætt hugarfar og færni í mannlegum samskiptum
- Geta unnið vel í teymi
- Tilbúin að vinna fjölbreytt störf
- Þarf að kunna íslensku eða ensku
Eingöngu er tekið við umsóknum á vefsíðu Innnes. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá (CV).
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Ólafsson yfirmatreiðslumaður í tölvupósti [email protected]
Innnes starfrækir vottað jafnlaunakerfi í samræmi við jafnréttis- og launastefnu fyrirtækisins.
Stefna Innnes er að þar starfi fjölbreyttur starfshópur og áhersla lögð á að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Boðið er upp á ýmis fríðindi eins og heilsuræktarstyrk, samgöngustyrk, öflugt félagslíf og fleira.
Heimasíða Innnes: www.innnes.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2024.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss