Uppskriftir
Áfasúpa
Áfir er vökvi sem verður eftir þegar smjör er unnið úr rjóma, en til að rjómi geti orðið að smjöri er hann strokkaður.
Áfir voru áður nýttar til drykkjar og í ýmsan mjólkurmat, og eru víða enn þótt Íslendingar noti þær lítið til manneldis. Heimild: wikipedia
Áfasúpa (Súrmjólkursúpa)
Súrar áfir 3000 gr
Mannagrjón eða hrísmjöl 150 gr
Kanel (1 stöng) 20 gr
Rúsínur eða kúrennur 50 gr
Sykur (2 matsk.) 48 gr
Sítrónolía (10 dropar)
Salt (1 tesk)
Aðferð:
Hrísmjölið eða mannagrjón eru hrærð sundur í kaldri mjólkinni; kanel látinn í og rúsínurnar, sem fyrst eru þvegnar.
Á meðan áfirnar eru að hitna þarf stöðugt að hræra í, svo að ekki ysti.
Súpan er soðin í 10 – 15 mín. Sykurinn, saltið og sítrónuolían eru látin seinast í. Þessa súpu er gott að búa til úr súrri mjólk.
Áfasúpur eru bragðgóðar, auðmeltar og fljótsoðnar. Áfasúpan getur orðið betri sé hún jöfnuð með 3 eggjarauðum. Einnig er hott að láta ofan í hana 1/2 pela af þeyttum rjóma, þegar búið er að hella henni í súpuskálina.
Uppskrift úr Nýju matreiðslubókinni sem kom út árið 1915, eftir Jóninnu Sigurðardóttur
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu






