Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Ægir opnar nýtt kaffihús í Gerðasafninu
Á neðri hæð Gerðarsafns í Kópavogi hefur verið starfsrækt lítið og notalegt kaffihús. Nú á dögunum tóku þau hjónin Ægir Friðriksson og Íris Ágústsdóttir við rekstrinum og standa nú að ýmsum breytingum.
Kaffihúsið hefur fengið nafnið Garðskálinn og matseðillinn stendur saman af léttum hádegisréttum, smurbrauði og kökum og svo má ekki gleyma yndislega súrdeigsbrauðinu sem að Ægir er nú þekktur fyrir.
Boðið er upp á „happy hour“ gleðistund milli kl 16 – 17 á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum.

Garðskálinn er staðsettur á neðri hæð Gerðarsafns í Hamraborg 4 í Kópavogi. Hægt er að ganga inn báðum megin við húsið, en gengið er beint inn í kaffihúsið á neðri hæð. Næg bílastæði eru á planinu vestan megin við húsið (milli Gerðarsafns og Kópavogskirkju) og gott aðgengi fyrir hjólastóla og barnavagna.
Mynd: Skjáskot af google korti
Ægir Friðriksson eigandi og yfirkokkur hefur starfað víða á sínum ferli, m.a. aðstoðaryfirkokkur á Grillinu á hótel Sögu, þar sem hann lærði einnig. Hann hefur starfað í Barcelona, Skólabrú, verið yfirkokkur á hótel Reykjavik Natura og Satt og núna síðast verið yfirkokkur á Flórunni í Grasagarðinum.
Íris Ágústsdóttir eigandi, yfirhönnuður og listrænn stjórnandi Garðskálans sér um allar hliðar hönnunarinnar og rekstrar hlið staðarins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt17 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?