Bocuse d´Or
Æfingar fyrir Bocuse d´Or Europe komnar á fullt
Bjarni Siguróli Jakobsson keppir fyrir Íslands hönd í hinni heimsfrægu keppni Bocuse d´Or, en hún verður haldin 11. og 12. júní næstkomandi í Turin á Ítalíu og Bjarni keppir 11. júní.
Mikill fjöldi Íslendinga er að fara á keppnina að styðja sinn mann, en ekki örvænta því að það er enn pláss fyrir fleiri stuðningsmenn.
Aðstoðamaður Bjarna í keppninni er Ísak Darri Þorsteinsson, Þjálfari er Viktor Örn Andrésson Bocuse d´bronze 2017 og dómari Íslands verður sem fyrr Sturla Birgisson matreiðslumeistari.
Stórglæsileg matvælasýning er haldin samhliða keppninni.
Miðar inn á sýninguna og keppnina eru aðgengilegir hér.
Ekkert betra en Ítalía að sumri til.
Áfram Ísland!
Myndir: Þráinn Freyr Vigfússon

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago