Keppni
Æfingar að hefjast hjá landsliði kjötiðnaðarmanna fyrir heimsmeistarakeppnina í París

Landslið kjötiðnaðarmanna 2025.
F.v. Dominik Przybyla, Guðmundur Bílddal, Jón Gísli Jónsson, Davíð Clausen Pétursson, Hermann S. Björgvinsson, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar.
Heimsmeistarakeppnin í kjötskurði fer fram í París dagana 30. -. 31 mars 2025. Nemakeppnin „World champion butchers apprentice“ og ungliðakeppnin „Young butcher“ fara fram 30. mars og landsliðin keppa 31. mars.
Keppnirnar verða haldnar þar sem Ólympíuleikarnir fóru fram og verður í einni af höllunum sem notaðar voru á Ólympíuleikunum.
Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í hverju liði eru 6 keppendur og á hvert lið að úrbeina 1/2 naut, 1/2 svín, 1/1 lamb og 5 kjúklinga og setja upp glæsilegt hlaðborð með öllum vörunum á 3 klst. 15 mín.
Meðlimir í Íslenska landsliðinu eru:
Jón Gísli Jónsson – Kjötkompaní og fyrirliði.
Dominik Przybyla – Esja gæðafæði.
Guðmundur Bílddal – Esja gæðafæði.
Davíð Clausen Pétursson – Ferskar kjötvörur.
Hermann S. Björgvinsson – Ali matvörur
Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar – BG kjötafurðir
Dómarar mega spyrja alla meðlimi í landsliðinu spurningar á meðan keppnin stendur yfir, t.a.m. er auðvelt að elda vörurnar, hvaða eldunaraðferðir og eldunartímar eru fyrir vörurnar o.fl.
Það eru 15 lönd sem taka þátt á næsta ári, sem eru : Ástralía, Belgía, Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland (ríkjandi heimsmeistari), Bretland, Ísland, Írland, Ítalía, Nýja Sjáland, Portúgal, Rúmenía, Spánn og Bandaríkin.
Hráefnið sem að íslenska liðið notar í keppnina er að mestu leyti frá Frakklandi,
„Það er þó spurning hvort við tökum eitthvað með að heiman.“
Sagði Jón Gísli Jónsson fyrirliði í samtali við veitingageirinn.is.
„Æfingar byrja aftur á fullum krafti núna í byrjun september og við erum virkilega spenntir fyrir þessu skemmtilega verkefni sem fram undan eru.“
Fyrir áhugasama, þá er hægt að kaupa miða á keppnina með því að smella hér.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?