Frétt
Aðskotahlutur í vínflösku
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Sancerre hvítvíni sem Coca Cola Europacific Partners flytur inn vegna aðskotahlutar (áttfætla) sem fannst í einni flösku. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Sancerre
- Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking
- Lotunúmer: L4021
- Nettómagn: 750 ml
- Framleiðandi: Franck Millet
- Framleiðsluland: Frakkland
- Innflutningsfyrirtæki: Coca Cola Europacific Partners, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
- Dreifing: Vínbúðir ÁTVR og Heimkaup
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunarinnar gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann