Frétt
Aðskotahlutur í vínflösku
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Sancerre hvítvíni sem Coca Cola Europacific Partners flytur inn vegna aðskotahlutar (áttfætla) sem fannst í einni flösku. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Sancerre
- Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking
- Lotunúmer: L4021
- Nettómagn: 750 ml
- Framleiðandi: Franck Millet
- Framleiðsluland: Frakkland
- Innflutningsfyrirtæki: Coca Cola Europacific Partners, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
- Dreifing: Vínbúðir ÁTVR og Heimkaup
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunarinnar gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu