Frétt
Aðskotahlutur í vínflösku
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Sancerre hvítvíni sem Coca Cola Europacific Partners flytur inn vegna aðskotahlutar (áttfætla) sem fannst í einni flösku. Fyrirtækið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vöruheiti: Sancerre
- Geymsluþol: Engin geymsluþolsmerking
- Lotunúmer: L4021
- Nettómagn: 750 ml
- Framleiðandi: Franck Millet
- Framleiðsluland: Frakkland
- Innflutningsfyrirtæki: Coca Cola Europacific Partners, Stuðlahálsi 1, 110 Reykjavík
- Dreifing: Vínbúðir ÁTVR og Heimkaup
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni til verslunarinnar gegn endurgreiðslu.
Mynd: mast.is
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt14 klukkustundir síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Hátíðarkveðjur