Frétt
Aðskotahlutur í hafrakökum
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að Myllan hafi, í samráði við eftirlitið, innkallað framleiðslu á hafrakökum í dreifingu um allt land. Ástæða innköllunar er aðskotahlutur sem fannst í einni kökunni. Allar best fyrir dagsetningar til og með 31. janúar eru innkallaðar.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:
- Vöruheiti: Myllu Hafrakaka, Bónus Hafrakaka og Hagkaups Hafrakaka
- Vörunúmer: 1505, 1485, 1488
- Strikanúmer: 5690568015056, 5690568014851, 5690568014882
- Nettómagn: 100 g
- Best fyrir: til og með 31. janúar 2018
- Framleiðandi: Myllan, Skeifunni 19, 108 Reykjavík
- Dreifing: Verslanir um land allt
Neytendur sem keypt hafa Hafrakökur með framangreindum dagsetningum geta skilað þeim til þeirra verslana þar sem þær voru keyptar eða til Myllunnar, Skeifunni 19, milli 8-16 alla virka daga.
Myndir: aðsendar
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita