Frétt
Aðskotaefni í sojasósu
Matvælastofnun varar við neyslu á Datu Puti sojasósu í 750ml flöskum vegna aðskotaefnis yfir mörkum.
Matvælastofnun fékk tilkynningu í gegnum RASFF viðvörunarkerfið að fyrirtæki sem flytur sojasósu til Evrópu hafi mælt aðskotaefnið 3-MCPD yfir mörkum og látið innkalla vöruna af markaði.
Tvö fyrirtæki á Íslandi, Lagsmaður ehf. og Vietnam Market ehf., hafa flutt inn vöruna og sett á markað.
Fyrirtækin hafa innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Sojasósan hefur verið til sölu í verslunum Fiska.is og Vietnam Market.
Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Datu Puti.
- Vöruheiti: Soy Sauce.
- Nettómagn: 750 ml.
- Best fyrir: 07.04.2020, 17.03.2020, 17.09.2019, 17.10.2019, 17.11.2019.
- Upprunaland: Filippseyjar.
- Innflytjandi: Lagsmaður ehf., Brekkuhúsum 1, 112 Reykjavík og Vietnam Market ehf., Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Fiska.is, Nýbýlavegi 14 og Lóuhólum 2-6, og verslun Vietnam Market, Suðurlandsbraut 6.
Viðskiptavinum Fiska.is og Vietnam Market sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga. Fiska.is og Vietnam Market veita nánari upplýsingar.
Upplýsingasíða Matvælastofnunar um 3-MCPD hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Frétt2 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Pistlar23 klukkustundir síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var