Bocuse d´Or
Aðalhráefnið í Bocuse d´Or matreiðslukeppninni sem fram fer 24. og 25. janúar 2017 tilkynnt
Hráefnið sem Viktor Örn Bocuse d´Or keppandi Íslands þarf að elda úr ásamt hinum 23 keppendunum verður hinn frægi Bresse kjúklingur og skelfiskur.
Keppendur þurfa að sameina þessi tvö hráefni ásamt meðlæti á fat fyrir 14 manns. Bresse kjúklingurinn og skelfiskur var aðalhráefnið í fyrstu Bocuse d´Or keppninni árið 1987.
Keppendum verður svo tilkynnt í enda nóvember hvaða hráefni þeir koma til með að elda og framreiða á 14 diskum í keppninni.
Verður gaman að fylgjast með Viktori og hans teymi takast á við þetta verkefni. Viktor landaði eftirminnilega 5. sæti og fékk bestu fiskverðlaun í Evrópu forkeppni Bocuse d´Or í maí á þessu ári.
Vídeó
Bocuse d´Or hinn óumdeilda heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu heldur upp á 30 ára afmælið sitt í janúar 2017:
Bocuse D´or Akademía Íslands hlakkar til að sjá sem flesta í Lyon 24-25 janúar 2017 að hvetja okkar mann áfram.
Mynd: Etienne Heimermann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






