Markaðurinn
Á fjórða hundrað manns sóttu Bransadaga Iðunnar – Myndaveisla
Á fjórða hundrað manns sóttu Bransadaga Iðunnar sem haldnir voru dagana 14. – 16. maí og voru helgaðir nýsköpun í iðnaði í ár.
Í tilefni Bransadaga var opnaður Pop-up veitingastaður og vínstofa í húsakynnum Iðunnar og vakti þetta framtak Matvæla og veitingasviðs mikla lukku.
Gestir fengu að kynnast nýsköpun í matreiðslu en ein af stærstu áskorunum framtíðar er að bjóða upp á prótín sem hefur ekki neikvæð áhrif á loftslag og náttúru. Björn V. Aðalbjörnsson frá Loka Food kynnti fisk úr plöntupróteinum í samvinnu við náttúrkokkinn Hinrik Carl Ellertsson.
Ólöf Ólafsdóttir og Hugi Rafn landsliðskokkar léku listir sínar og sýndu meistaratakta í matreiðslu eftirrétta með þrívíddarprentuðum eftirréttarformum, óhætt er að segja að eftirréttirnir hafi slegið í gegn sem einstök matarupplifun.
Gísli Grímsson einn af stofnendum Rætur&Vín opnaði litla vínstofu við hlið Pop-up veitingastaðarins og kynnti náttúruvín án allra aukaefna sem hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár.
Strákarnir í Flóra sáu svo um veitingar í loka partíinu, glæsilegan fingramat mat sem rann ljúft niður með bjórnum frá Litla Brugghúsinu.
Fyrir utan var svo sett um al íslenskt gróðurhús frá Bamba hús, en það merkilega við þessi hús er að þau eru gerð úr endurunnum 1000L IBC tanka sem í daglegu tali eru kallaðir Bambar. Húsið mun standa áfram fyrir utan höfuðstöðvar Iðunnar að vatnagörðum 20 og í boði verður að koma og kynna sér húsið og jafnframt að koma með tillögur að ræktun hvort sem er í tilraunaskyni eða fyrir einstök verkefni.
Uppsetningin að gróðurhúsinu er svo hluti af stærra verkefni sem kallað verður „Blómlegt iðnaðarhverfi“ sem kynnt verður fljótlega.
Það má því segja að Bransadagar og nýsköpun hafi farið fram úr björtustu vonum starfsmanna Iðunnar Fræðslusetur.
Meðfylgjandi myndir tók Sigurjón Ragnar ljósmyndari.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?