Markaðurinn
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
Það er fátt betra en nýbakaðar bollur með smjöri og osti! Það er gaman að breyta aðeins út af vananum og í stað þess að gera stakar bollur að gera bolluhring eða annað slíkt.
Innihald:
- 130 g smjör
- 350 ml nýmjólk
- 1 bréf þurrger (um 12 g)
- 680 g hveiti
- 80 g sykur (+ 1 msk)
- ½ tsk. salt
- Egg (pískað)
- Fræ að eigin vali
Aðferð:
- Bræðið smjörið og hellið mjólkinni saman við þar til blandan er ylvolg.
- Takið hana þá af hellunni, setjið 1 msk. af sykri saman við og þurrgerið, hrærið saman og leyfið að standa í nokkrar mínútur.
- Setjið hveiti, sykur og salt í hrærivélarskálina og blandið saman með króknum.
- Hellið mjólkurblöndunni saman við og hnoðið í deig.
- Smyrjið skál að innan með matarolíu, veltið deigkúlunni upp úr henni, plastið skálina og leyfið deiginu að hefast í eina klukkustund.
- Mótið þá um 17 bollur og raðið á bökunarpappír í hring, leyfið að hefast að nýju í 45 mínútur.
- Hitið ofninn í 220°C og áður en þið setjið bollurnar í ofninn má pensla þær með eggi og setja á þær fræ að eigin vali sé þess óskað.
- Bakið í um 12 mínútur og njótið með smjöri og Góðosti!
Skoða nánar á www.gottimatinn.is

-
Markaðurinn1 dagur síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Skapandi konfektmeistari óskast