Viðtöl, örfréttir & frumraun
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
Vorið nálgast og það gera fermingar sömuleiðis og því fer hver að verða síðastur að skipuleggja sína einstöku fermingarveislu. Tilefnið er stórt og því að mörgu að hyggja þegar kemur að undirbúningi.
Sérstök kynningarsýning á öllu tengdu fermingarveislunni verður haldin á Múlabergi á Akureyri, sunnudaginn 2.mars frá 14:00-16:30.
Þar eru samankomin mörg glæsileg fyrirtæki sem öll taka virkan þátt í fermingarvertíðinni hvert ár og hafa ástríðu að því að þjónusta þetta einstaka tilefni á mismunandi hátt, að því er fram kemur í tilkynningu.
Múlaberg stendur fyrir og skipulagði sýninguna en áhuginn leyndi ekki á sér þegar hugmyndin var tekin lengra, bæði meðal tilvonandi fermingarbarna- og foreldra, sem og fyrirtækja á svæðinu.
,,Þetta byrjaði mjög rólega sem vangaveltur hérna innanhúss því við fáum vissulega margar fyrirspurnir og bókanir með fermingarveislum og almennar fyrirspurnir með margt tengt þessum veislum.
Það er að svo mörgu að huga og við fáum mjög mikið af beðnum og pælingum um hvort við getum orðið fólki út um hitt og þetta tengt viðburðinum sjálfum. Þó við getum gert ansi mikið þá kannski erum við ekki almennt með myndakassa á lager að staðaldri, og þannig fór þetta af stað.
Af hverju ekki að halda viðburð þar sem við vörpum ljósi á alla þá flottu þjónustu er aðgengileg fyrir fermingarbörn og aðstandendur? Það verður svo sannarlega margt að skoða sem mun nýtast í skipulagningunni, sama hversu langt hún er komin.“
segir Jóhanna Hildur, sem skipuleggjandi viðburðarins og einn af veitingastjórum Múlabergs.
Fjöldi fyrirtækja verða á staðnum með vörur eða þjónustu fyrir fermingarveisluna og hægt verður að ganga á milli bása þar sem þú getur kynnt þér þjónustu allra aðila.
Það er mikilvægt að fólk geti kynnt sér þjónustu í sinni heimabyggð en allir sem koma að sýningunni eru með vörur eða þjónustu á Akureyri.
Léttar veitingar verða í boði Múlabergs á meðan birgðir endast en fjöldi vörukynninga verða þar að auki.
“Þátttakan fór fram úr björtustu vonum þegar þessi hugmynd kom upp og er fjöldinn kominn í yfir 20 glæsileg fyrirtæki og við hlökkum ótrúlega til þar sem það er enn að bætast í hópinn.
Hugmyndir og tillögur að veitingum, fataverslanir fyrir öll fermingarbörn, ljósmyndarar, skreytingar, sérhannaðar gestabækur og kerti, blómaskreytingar, skrautmunir, myndakassar og svo lengi mætti telja.
Þetta verður virkilega skemmtilegt og kannski fyrsti viðburðurinn í langan tíma á Norðurlandi með þessu sniði – allt á einum stað, bæði fyrir fermingarbörn og í rauninni líka alla sem eru með veislu í huga á næsta leyti,”
segir Jóhanna.
Frítt er inn á sýninguna og öll eru velkomin.
Sýningin er haldin í veislusölum Múlabergs Bistro&Bar – á Hótel Kea á Akureyri.
Með að mæta á sýninguna geturðu skráð þig frítt að sérstöku happdrætti en alls eru þrír veglegir vinningar í boði, frá öllum rúmlega 20 fyrirtækjunum sem taka þátt í sýningunni.
Mynd: aðsend

-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni1 dagur síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn13 klukkustundir síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Markaðurinn2 dagar síðan
90 cm gaseldavél til sölu
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Frétt2 dagar síðan
Matvælastofnun varar við E. coli í innfluttum frönskum osti