Starfsmannavelta
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
Matreiðslumeistarinn margverðlaunaði og góðkunni Snædís Xyza Mae Jónsdóttir hefur verið ráðinn yfirmatreiðslumaður á Fröken Reykjavik Kitchen & Bar. Snædís er einn af fremstu kokkum landsins og það verður spennandi að fylgjast með henni á þessum einstaklega glæsilega veitingastað við Lækjargötuna.
Ferill Snædísar er glæstur en hún hóf ferilinn á Sushi Social, Apótekinu og Hótel Sögu þar sem hún útskrifaðist árið 2018. Einnig starfaði hún sem yfirmatreiðslumaður á Silfru hjá ION Hótels og stýrði eldhúsinu þar auk þess að taka við þjálfun Kokkalandsliðsins.
Sjá einnig: Snædís kveður ION hótelið
Snædís hefur sannað sig sem einn fremsti matreiðslumeistari landsins en hún hefur að auki víðamikla keppnisreynslu. Hún var aðstoðamaður Kokkalandsliðsins 2015 og tók þátt ásamt liðinu á Ólympíuleikum 2016. Hún var fyrirliði liðsins þegar það náði sínum besta árangri, 3. sæti á Ólympíuleikunum 2020 og var það í fyrsta skipti sem íslenska kokkalandsliðið komst á verðlaunapall. Hún tók við þjálfun landsliðsins í apríl 2023 og leiddi liðið á pall og náði 3. sæti. auk þess að hljóta tvenn gullverðlaun og sigur fyrir „heita seðill“.
Sjá einnig: Snædís áfram þjálfari Kokkalandsliðsins
Það eru ófá verðlaunin sem Snædís hefur hlotið á ferlinum en hún hreppti 1. sætið í keppninni Eftirréttur ársins 2018, 1. sæti í Arctic Challenge keppninni, að auki hefur Snædís náð 4. sæti árið 2019 og 6. sæti árið 2023 í keppninni um titilinn Kokkur ársins. Nýverið var Snædísi matreiðslumeistara veitt Cordon Blue orða Klúbbs matreiðslumeistara, en orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.
Sjá einnig: Snædís Xyza Mae sæmd Cordon Bleu orðu Klúbbs matreiðslumeistara
Snædís er fagmaður fram í fingurgóma sem hefur komið henni í fremsta flokk matreiðslumanna heims. Það verður spennandi að fylgjast með Snædísi á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar.
Um Fröken Reykjavík Kitchen & bar
Fröken Reykjavík Kitchen & bar er staðsett á Hótel Reykjavík Sögu við Lækjargötu. Hótelið er með glæsilegri hótelum landsins og telur 130 herbergi. Á hótelinu er einnig líflegur bar, vínherbergi og heilsulind með líkamsræktaraðstöðu.
Hótel Reykjavík Saga er hluti af Íslandshótelum sem eiga og reka 18 hótel með allt að 2.000 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu.
Mynd: aðsend / Ljósmyndari Anna Maggý.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni2 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni3 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Keppni4 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Fyrsta grænkera Michelin stjarnan í Bretlandi