Veitingarýni
Brönsinn á Síldarkaffi á Sigló sló í gegn – Myndir
Nú á dögunum var bröns-hlaðborð í boði á Síldarkaffihúsinu á Siglufirði með ýmis konar góðgæti:
Avókadó rist
Beyglur með rjómaosti og silungi
Beikon- og grænmetis eggjakökur
Steiktar pylsur
Kjúklingasalat
Nýbakað brauð, álegg, salöt, pestó og hummus
Að sjálfsögðu síldarréttir, heimabakað rúgbrauð, egg og kartöflur
Jógúrt, ber og múslí
Íslenskar pönnukökur
Skúffukaka
Kaffi, te og ávaxtasafar
Fínt verð á hlaðborðinu, 4.900 kr. fyrir fullorðna, 2.500 kr fyrir börn 6 – 12 ára og ókeypis fyrir 5 ára og yngri.
Brönsinn sló heldur betur í gegn hjá bæjarbúum og komust færri að en vildu.
Algjört lostæti og margir réttir lagaðir á staðnum sem gerði upplifunina skemmtilegri.
Vel heppnaður bröns, kærar þakkir fyrir okkur.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni2 dagar síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt5 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni