Keppni
Ísland hreppti tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á European Street Food Awards um helgina
![Komo og Götubitahátíðin - Ísland hreppti tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á European Street Food Awards um helgina](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2024/10/komo-keppni-4.jpg)
Vinirnir Magnús Örn Friðriksson og Atli Snær matreiðslumeistarar og Styrmir Karvel Atlason sonur Atla
Íslenskur götubiti kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina.
Tvenn gullverðlaun
Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars vegar og „Sustainability Awards“ hinsvegar.
Atli Snær matreiðslumeistari og eigandi Komo hefur unnið til fjölda verðlauna á Götubitahátíðinni hér heima og hefur hann samtals unnið til 9 verðlauna.
Atli Snær bauð upp á thai melónusalat og „Korean fried tiger balls“ á hátíðinni, en þessir réttir unnu til verðlauna í ár á Götubítahátíðinni hér á Íslandi í flokkunum um „besti smábitinn“ og „besti grænmetisbitinn“.
Sjá einnig: Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi
- Tiger balls
- Melónusalat
Silfurverðlaun
Götubitinn hlaut svo annað sætið í flokknum „Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ Keppnin fór fram í Saarbrucken í Þýskalandi um helgina og voru 28 þáttakendur sem tóku þátt í kepnninni frá 16 evrópu löndum.
Sjá einnig: Götubitinn tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ – Fær Götubitinn þitt atkvæði?
Götubitinn hefur frá stofnun verið leiðandi í götubitamenningunni á Íslandi og hefur hún heldur betur slegið í gegn bæði hér á landi og erlendis. Götubitahátíðin er orðin einn af stærstu viðburðunum á Íslandi og hefur aðsókn á hátíðna vaxið frá ári til árs.
View this post on Instagram
Myndir: aðsendar / reykjavikstreetfood.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita