Markaðurinn
Nýr rjómaostur með tómötum og basilíku frá Mjólkursamsölunni – Sala hefst á mánudaginn
Rjómaostar eru í miklu uppáhaldi hjá stórum hópi landsmanna, hvort sem er í matargerð, á beyglur og brauð nú eða á ostabakkann.
Það munu því eflaust margir gleðjast í næstu búðarferð því í tilefni Ostóber er kominn á markað nýr bragðbættur rjómaostur frá MS með tómötum og basilíku.
Sjá einnig: Gleðilegan Ostóber
Nýi rjómaosturinn er mjúkur og bragðgóður og smellpassar á pizzur og í pastarétti, í ofnbakaða rétti á borð við brauð- og fiskrétti, sem ídýfa með niðurskornu grænmeti og nachos flögum eða beint ofan á brauð og kex.
Veldu þitt rjómaosta tilefni og prófaðu þessa bragðgóðu nýjung við fyrsta tækifæri.
Sala hefst á mánudaginn, 7 okt.
-
Bocuse d´Or22 klukkustundir síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn5 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar






