Markaðurinn
Námskeið í eftirréttum með landsliðskokknum Ólöfu Ólafsdóttur
Markmið námskeiðsins er að þjálfa aðferðir og vinnubrögð við eftirrétti og dessert kökur. Áhersla verður lögð á að ná góðri færni þar sem meðal annars verður farið í:
- temprun á súkkulaði
- súkkulaðiskrau gerð mismunandi tegunda á mús
- gljá/hjúpun að eftirréttum og litlum kökum
- samsetningu eftirrétta á disk
Námskeiðið er kennt þrjá daga í röð og er stærsti hluti þess verklegur en þar er þátttakendum skipt í hópa, þrír í hverjum þar sem hver hópur gerir einn eftirrétt og eina köku – fernt af hvoru.
Leiðbeinandi er Ólöf Ólafsdóttir, einn fremsti eftirréttakokkur landsins. Ólöf útskrifaðist sem Konditor frá ZBC Ringsted í Danmörk árið 2021 og sama ár bar hún sigur úr býtum í keppni um eftirrétt ársins.
Ólöf fór með íslenska kokkalandsliðinu á Ólympíuleikana í Stuttgart í febrúar síðastliðnum þar sem liðið hlaut tvenn gullverðlaun og hafnaði í þriðja sæti samanlagt. Er það besti árangur kokkalandsliðsins frá upphafi.
Í dag starfar Ólöf sem eftirréttakokkur á veitingastaðnum Monkeys.
Ólöf gaf út bókina „Ómótstæðilegir eftirréttir“ árið 2023 og fá þátttakendur eintak af bókinni að gjöf í lok námskeiðs.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
05.11.2024 | þri. | 14:00 | 18:00 | Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús. |
06.11.2024 | mið. | 14:00 | 18:00 | Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús. |
07.11.2024 | fim. | 14:00 | 18:00 | Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús. |
Hefst 5. nóv. kl: 14:00
- Lengd: 12 klukkustundir
- Kennari: Ólöf Ólafsdóttir
- Staðsetning: Hús fagfélagan Stórhöfða 31. jarðhæð í vesturenda. Eldhús.
- Fullt verð: 60.000 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 18.000 kr.-
- Tengiliður: Valdís Axfjörð Snorradóttir [email protected]
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona