Markaðurinn
Vitamix Ísland styður við Hótel- og Matvælaskólann í Kópavogi
Vitamix Ísland og Hótel-og Matvælaskólinn í Kópavogi skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning þar sem Vitamix blandarar verða hluti af þeim búnaði sem er notaður við kennslu í skólanum.
Tilgangur samstarfsins er að styðja við og auðvelda nemendum skólans að öðlast verklega reynslu og þekkingu í iðnnámi á sviði matvælagreina og stuðla að samstarfi á milli skóla og atvinnulífs.
Vitamix er eitt af þekktustu vörumerkjunum í heimi matargerðar og hefur unnið sér sess sem lykiltæki í eldhúsum margra af fremstu matreiðslumanna heims.
Vitamix blandarar eru þekktir fyrir áreiðanleika sinn og kraft, sem gerir þá að ómetanlegu verkfæri fyrir allskyns uppskriftir. Hvort sem um ræðir að búa til silkimjúkar sósur, fullkomnar blöndur eða jafnvel rjómalagaðar súpur, þá tryggir Vitamix áreiðanlega og góða útkomu
Með þessu samstarfi fær Hótel- og Matvælaskólinn tækifæri til bjóða upp á gæða tækjabúnað í kennslu sinni, sem undirstrikar stefnu skólans að bjóða upp á besta mögulega námsumhverfi fyrir nemendur sína. Nemendur munu njóta góðs af því að læra á tæki sem eru notuð af fagfólki um allan heim, sem undirbýr þá enn frekar fyrir framtíðarstörf í matvælaiðnaðinum.
Þetta samstarf er frábært skref í að tengja námsumhverfið við raunverulegar aðstæður atvinnulífsins.
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli