Starfsmannavelta
Veitingastaðurinn Felino kveður: „Við sáum fram á að þetta myndi bara ekki ganga upp .. „
Veitingastaðnum Felino í Listhúsinu í Laugardal í Reykjavík hefur verið lokað fyrir fullt og allt. Þetta staðfestir forsvarsmaður staðarins, hinn rómaði bakarameistari Jói Fel, Jóhannes Felixsson í samtali við dv.is.
Það er raunar nokkur misskilningur að staðurinn sé í eigu Jóa, en hann hefur starfað sem launþegi á Felino. Hann hefur engu að síður sinnt daglegum rekstri og verið andlit staðarins. Jói segir að hann og eigendur Felino kappkosti að loka rekstrinum á faglegan og heiðarlegan hátt:
„Ég vann þarna sem launþegi og vann fyrir og með góðum vinum mínum sem opnuðu veitingastaðinn með mér. Við sáum fram á að þetta myndi bara ekki ganga upp og því ákváðum við að loka staðnum, þar sem rekstrarumhverfið er of erfitt og við sjáum ekki fram á að geta rekið þetta áfram í þessu rekstrarumhverfi.
Við erum að ræða við birgja og ég er þegar byrjaður í öðru spennandi verkefni.“
Segir Jói Fel í samtali við dv.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: aðend
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi