Markaðurinn
Allt á einum stað fyrir HORECA
Rekstrarvörur eru hin sannkallaða One Stop Shop fyrir hótel, veitingastaði og kaffihús (HORECA) með heildarlausnir og hagræðingu fyrir viðskiptavini. Úrvalið er ótrúlegt, allt frá litlum sjampóflöskum til borðbúnaðs, hreinsiróbota og sápuskammtara. Smelltu hér til að skoða heildarlausnir fyrir HORECA.
Ráðgjafar RV veita faglega og persónulega þjónustu til að finna réttu lausnina fyrir þig og þinn vinnustað – allt frá því að setja upp skammtara, sjá um mælingar á uppþvottavélum til samsetningar af hreinlætisáætlunum fyrir allar stærðir vinnustaða og eldhúsa.
Upplifun gesta skiptir máli
Fyrir hótel, gistiheimili eða aðrar gistiþjónustur líkt og AirBnB geta litlir hlutir líkt og sjampó, hárnæring, sturtusápa og inniskór skipt miklu máli hvað varðar upplifun gestanna. Rekstrarvörur bjóða úrval af stílhreinum lausnum fyrir HORECA fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Við mælum með stílhreinum sápuskömmturum fyrir stærri salerni en ef til vill hentar smart handsápuflaska betur þar sem álagið er minna.
Hreinar hendur
Hreinlæti er mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Með hágæða pappírsskömmturum, handsápuskömmturum og handspritti er hægt að viðhalda hreinu og öruggu umhverfi fyrir bæði gesti og starfsfólk. Rekstrarvörur bjóða úrval af lausnum fyrir sameiginleg svæði, líkt og salerni og eldhús, til að tryggja að hreinlætisstaðlar séu uppfylltir.
TORK handþurrkuskammtararnir koma í mörgum stærðum og gerðum og tryggja að gestir hafi tök á að þurrka hendurnar vel eftir handþvott – hver þekkir ekki að vera enn hálfblautur eftir handþurrkublásara?
Smelltu hér til að kynna þér skammtarana frá TORK.
Hreinlega allt til hreinlætis
Skilvirk þrif eru mikilvæg til að viðhalda háum kröfum hreinlætis og ánægju gesta. Rekstrarvörur bjóða hreinlega allt til hreinlætis ásamt því að setja saman hreinlætisáætlanir fyrir hagræðingu í daglegum rekstri.
Ein heimsókn í Rekstrarvörur eða samtal við ráðgjafa RV og þú finnur öll hreinsiefni, tól og tæki sem þarf til fyrir reksturinn.
Sjálfvirkni er framtíðin
Með því að innleiða nútímatækni getur starfsfólk HORECA einbeitt sér að gestunum og leyft róbotum og þjörkum að sjá um þrifin.
Rekstrarvörur bjóða upp á magnað úrval af hreinsiróbotum, gólfþvottavélum og ryksugum frá heimsklassa merkjum á borð við I-Mop, Lionsbot og Wetrok, bæði í langtímaleigu eða kaupum.
Skoðaðu nýjustu tækni hér og ekki hika við að hafa samband við sérfræðinga RV.
Endingagóður borðbúnaður
Rekstrarvörur selja hágæða borðbúnað frá virtum vörumerkjum frá öllum heimshornum. Sérfræðingar RV mæla með Eternum hnífapörunum sem stílhreinni og endingagóðri lausn fyrir kaffihús, veitingastaði, mötuneyti eða önnur stóreldhús.
Victorinox hnífapörin eru einnig frábær lausn og koma nú í nýrri útgáfu: Swiss Modern í bæði svörtu og fagurbláu. Fyrir steikur eða pizzur mælum við sérstaklega með Tramontina steikarhnífapörunum. Pillivuyt postulín borðbúnaðurinn er hágæða og endingagóð lausn í klassísku útliti.
Auk þess bjóða Rekstrarvörur upp á úrval af glösum og könnum sem þola mikið álag. Smelltu hér til að skoða úrval borðbúnaðar
Lógómottur
Fyrstu kynni skipta svo sannarlega máli. Nú er hægt að fá hágæða NoTrax innimottur með fyrirtækjamerki (logo) eða þeim skilaboðum sem óskað er eftir. Möguleikarnir eru endalausir og ráðgjafar RV sjá um að setja upp tillögu að útliti. Kynntu þér málið hér.
Flokkunarlausnir
Rekstrarvörur bjóða fjölbreyttar flokkunarlausnir fyrir allar stærðir vinnustaða. Vertu með flokkunina í lagi, hvort sem það sé í eldhúsinu eða fyrir gesti og gangandi. Smelltu hér til að skoða flokkunarfötur.
Kaffivélar og kaffi
Vissir þú að Rekstrarvörur eru með kaffivélar til leigu og sölu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum? RV veit að kaffistund skiptir máli og býður upp á heildarlausnir af bæði hágæða kaffi- og vatnsvélum í þjónustusamning og sjálfbæru og bragðgóðu kaffi frá Pelican Rouge. Kynntu þér kaffiþjónustu RV hér
Rekstrarvörur svara þörfum viðskiptavina sinna með ráðgjöf, þjónustu og daglegum rekstrarvörum sem henta þeirra aðstæðum. Við vitum að tími þinn er verðmætur og því getur þú klárað innkaupin fyrir þinn vinnustað, með einni heimsókn á RV.is.
Já, þú færð rekstrarvörurnar í Rekstrarvörum. Við hlökkum til að taka á móti þér með kaffibolla og bros á vör.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi