Markaðurinn
Skál! básinn á Hlemmi leitar að nýjum eiganda og rekstraraðila í mathöllina
Skál! básinn á Hlemmi leitar að nýjum eiganda og rekstraraðila í mathöllina. Tilvalið tækifæri fyrir duglegt fólk!
Síðustu 7 árin hefur Skál! vaxið og dafnað á Hlemmi Mathöll í þessu rétt rúmu 20m2 rými og nú er Skál! á vegferð að færa sig yfir á nýtt heimili að Njálsgötu 1.
Hlemmur er staður sem fólk fer á í hópum og allir geta fengið sér það sem þeim girnist en svo verða oft til móment þar sem fólk sest við barinn og verður hughrifið að því að það sé hægt að bjóða frábæran mat og þjónustu yfir borðið.
Á þeim tíma sem Skál! hefur verið á Hlemmi Mathöll þá hafa komið þar ótal pop-up af erlendum gestakokkum og barþjónum sem hafa tekið yfir staðinn í kvöldstund sem hefur líka veitt fastagestum þá upplifun að það sé alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem er í boði.
Mathöllin er áfangastaður fyrir þá sem vilja fá sér að borða án þess að það sé of fínt eða of mikið tilefni, heldur bara næs staður til að koma saman og fá sér að borða, drekka vín og vera í stemmingu.
Nú þegar Skál! er að stefna á flutninga í sumar þá leitum við að nýjum aðilum til að taka við keflinu á Hlemmi Mathöll, þróa sína eigin drauma og prófa nýtt concept eða gera útibú af öðru þekktu concepti. Rýmið hefur endalausa möguleika í réttum höndum og hefur gefið okkur ótal minningar og verið gjöfult og gott.
Básinn er til sölu með öllum tækjabúnaði sem var allur sérvalinn og hannaður til að passa sem best inní rýmið og veita sem best flæði í vinnu.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Gísla Grímsson með því að senda póst á [email protected] fyrir frekari upplýsingar.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir