Markaðurinn
Afhverju Vitamix?
Í rúmlega öld hefur Vitamix sett staðalinn fyrir hágæða blandara, sem nú stendur í fremstu röð vörumerkja í sínum flokki í heiminum. Vitamix hefur þróast frá því að vera lítið fjölskyldufyrirtæki í að verða ómissandi hluti af eldhúsum heimila og fagfólks um allan heim.
Val fagmanna
Íslenska kokkalandsliðið velur að nota Vitamix blandara og yfir 125 þúsund vörumerki um heim allan leggja traust sitt á Vitamix til þess að þjónusta sína viðskiptavini. Vitamix hefur sannað gildi sitt hjá fagfólki og má finna blandarana þeirra inni í eldhúsum hjá eitthvað af 50 bestu veitingastöðum heims í dag. Vitamix býr yfir framúrskarandi gæðum og áreiðanleika til þess að mæta kröfum þeirra bestu í bransanum.
Menntun í matreiðslu
Áhrif Vitamix ná einnig út fyrir veitingageirann, en yfir 130 matreiðsluskólar í heiminum sem treysta á þessi öflugu tæki til að mennta næstu kynslóð af kokkum.
Alþjóðlegt vörumerki
Vitamix er selt í yfir 130 löndum um allan heim og hefur því fest sig í sessi sem leiðandi vörumerki blandara.
5 megináherslur Vitamix þegar kemur að því að hanna og framleiða blandara eru:
Kraftur. Vitamix
blandarar eru með þeim kraftmestu á markaðnum. Blandararnir mylja alla klaka, ávexti og grænmeti og búa til úr því bragðmiklar blöndur.
Þægindi.
Vitamix vélar eru hannaðar til að vera auðveldar í notkun og að þrífa. Allt frá upphafi matargerðar til þrifa byrjar og endar í Vitamix blandara.
Nákvæmni.
Allt frá því að hakka og mala til mauka og safa þá veita Vitamix blandarar nákvæma stjórn til að búa til réttu blönduna.
Áreiðanleiki.
Vitamix blandarar eru hannaðar til þess að búa til áreiðanlegar niðurstöður, sem tryggja sama bragðið í hvert skipti.
Endingargóðir.
Vitamix hannar blandara sem endast sem minnkar þörfina á hraðari endurnýjun. Vitamix er leiðandi á markaði þegar kemur að ábyrgð á blöndurum auk þess að bjóða uppá skjóta þjónustu fyrir viðskiptavini.
Kynntu þér úrvalið á www.vitamixisland.is eða komdu og skoðaðu á Járnhálsi 2.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni22 klukkustundir síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita