Uppskriftir
Sítrusgrafin bleikja og íslenskt wasabi
2 stk. bleikjuflök
100 g sykur
60 g salt
1 sítróna (börkurinn)
1 appelsína (börkurinn)
Aðferð:
Hreinsið roðið af bleikjuflakinu. Blandið saman sykri og salti í skál og rífið með fínu rifjárni börk af sítrónu og appelsínu. Dreifið helmingi af salti og sykri á bakka og leggið bleikjuflökin ofan á, setjið svo restina ofan á flökin og leyfið að vera í stofuhita í 30 mínútur. Skolið þá flökin og þerrið vel.
Setjið bleikjuna á bakka með olífuolíu og eldið á 45 °C í 15 mínútur.
Wasabi-sósa
100 g súrmjólk
50 g mjólk
10 g wasabi
15 g sítrónusafi
salt
Aðferð:
Öllu blandað saman og smakkað til með salti.
Wasabi-olía
100 g wasabi-lauf
100 g olía
Aðferð: Sett í blandara og unnið saman þar til blandan nær 70 gráðum, þá sigtað.
Höfundur: Sindri Guðbrandur Sigurðsson matreiðslumeistari
Uppskrift þessi var birt í tímaritinu Vín og matur.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Frétt4 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Keppni4 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars