Keppni
Helga Signý hreppti bronsið í alþjóðlegri kokteilkeppni fyrir konur og kvár
Helga Signý Sveinsdóttir keppti í alþjóðlegu „Barlady“ keppninni sem haldin var í Grikklandi síðastliðna tvo daga, 8. og 9. mars. Þátttökurétt fékk Helga eftir sigur hennar í „Barlady“ keppninni sem haldin var hér á Íslandi í febrúar síðastliðinn á vegum Barþjónaklúbbs Íslands.
Barlady er alþjóðleg keppni fyrir konur og kvár til að sína hvað í þeim býr. Keppnin var haldin á alþjóðlega konudeginum og hristu 16 konur fram skemmtilega kokteila.
Byrjað var á forkeppni 8. mars og keppt var í tveimur flokkum, „National“ annars vegar og „Classic“ hins vegar. Þar voru 6 sem komust áfram í hvorum flokki og kepptu í sínum flokk 9. mars. Helga var í topp 6 eftir fyrri daginn í National flokknum og tók svo þriðja sætið í þeim flokki.
Alls voru 16 keppendur frá Kúbu, Ástralíu, Ítalíu, Svíþjóð. Bretlandi, Íslandi, Finnlandi, Þýskalandi, Póllandi, Armeníu, Grikklandi, Tyrklandi, Lettlandi, Albaníu, Norður Macedoníu og Eistlandi.
Í „National“ flokknum var áhersla lögð á að keppendur notuðu vörur frá sínu heimalandi í bland við vörur frá samstarfsaðilum „Barlady“ keppninnar.
Brons verðlauna drykkurinn hennar Helgu:
45ml Bláberja líkjör frá Reykjavík Distillery
15ml Nordic blueberry og arctic bilberry fortified wine frá Reykjavík Distillery
30ml ferskur sítrónusafi
20ml simple syrup
30ml Tanqueray gin
barskeið Icelandic Skyr
barskeið Sailor Jerry spiced rum
Myndir: aðsendar

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt22 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun